Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 08. október 2018 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi með rosalegt markmið - „Væri ótrúlegt að ná því"
Gylfi er búinn að vera frábær á þessu tímabili.
Gylfi er búinn að vera frábær á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Það fór ekki fram hjá neinum að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði sigurmarkið fyrir Everton í 2-1 sigri á Leicester en markið var svo sannarlega ekki af verri gerðinni. Eitt af mörkum tímabilsins myndu flestir segja.

Markið er hægt að sjá með að smella hér.

Þetta var 50. mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni og er hann næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu deildarinnar á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, sem gerði 55 mörk.

Gylfi ætlar sér að ná sínum fyrrum liðsfélaga í landsliðinu og gott betur en það. Hann segir frá því í viðtali við heimasíðu Everton að hann ætli sér að skora 100 mörk áður en hann hættir.

„Þetta var frábær leið til að skora mitt 50. mark en núna ætla ég að skora 50 í viðbót til að komast upp í 100," sagði Gylfi. „Það ná ekki margir leikmenn upp í 100, það væri ótrúlegt að ná því. Ég á nokkur ár. Vonandi slepp ég við meiðsli og held áfram að skora mörk."

Gylfi kom fyrst í ensku úrvalsdeildina 2012 en auk þess að spila með Everton hefur hann leikið með Swansea og Tottenham í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner