Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 08. desember 2018 16:31
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gísli Eyjólfs: Ég er mjög spenntur
Gísli hefur verið meðal skemmtilegustu leikmanna Pepsi-deildarinnar.
Gísli hefur verið meðal skemmtilegustu leikmanna Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson er genginn í raðir Mjällby á eins árs lánssamningi frá Breiðabliki en sænska félagið er svo með forkaupsrétt á honum.

Gísli ræddi við Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Blikar boðuðu mig á fund og sögðu að það væri komið tilboð frá Mjällby um lán í eitt ár og forkaupsrétt eftir það," segir Gísli.

„Mér leist mjög vel á það að fara í eitt ár á lán til að sjá hvernig þetta er og hvernig mér líður þarna. Ef þetta gengur upp þá er hægt að kaupa mig og ef þetta gengur ekki upp þá fer ég bara aftur heim."

„Ég er mjög spenntur. Það verður gaman að reyna fyrir sér annars staðar en á Íslandi. Að byrja þetta hjá Milos í Svíþjóð er mjög sniðugt held ég," segir Gísli en fyrrum þjálfari hans hjá Breiðabliki, Milos Milojevic, er þjálfari Mjällby og kom liðinu upp í sænsku B-deildina.

„Maður hefur heyrt af áhuga frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð en það hefur ekkert orðið úr því og ekkert tilboð komið fyrr en nú."

Gísli telur að Breiðablik hafi nóg af efnivið til að fylla sitt skarð.

„Það er endalaust af ungum strákum sem eru að gera tilkall núna í þessum æfingaleikjum," segir Gísli en þú getur hlustað á viðtalið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner