Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 10. október 2019 11:12
Magnús Már Einarsson
Emil Atla í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið framherjann Emil Atlason í sínar raðir frá HK en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Emil kom til HK frá Þrótti R. fyrir síðasta tímabil og skoraði þrjú mörk í 21 leik í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hinn 26 ára gamli Emil er kominn aftur á fleygiferð eftir að hafa fótbrotnað illa í leik með Þrótti gegn Stjörnunni í Garðabæ árið 2016.

Emil hefur á ferli sínum einnig leikið með Val og KR.

Hann er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær í sínar raðir í vikunni en í gær kom markvörðurinn Vignir Jóhannesson til félagsins frá FH.

„Við óskum Emil góðs gengis og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Garðabæinn," segir í tilkynningu frá Stjörnunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner