Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 11. janúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Sannkölluð sjónvarpsveisla
Mynd: Getty Images
Spænska fótboltahelgin lofar góðu og verða átta leikir af tíu sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Helgin byrjar á viðureign Rayo Vallecano og Celta Vigo sem fer fram í kvöld og eru fjórir leikir á dagskrá á morgun, laugardag.

Valencia og Villarreal eiga heimaleiki sem verða í beinni útsendingu. Valencia þarf sigur til að blanda sér í Evrópubaráttuna á meðan Villarreal verður að fá þrjú stig til að koma sér úr fallsæti.

Atletico Madrid byrjar sunnudaginn gegn þreyttu liði Levante sem sigraði Barcelona í bikarnum á fimmtudaginn.

Athletic Bilbao tekur svo á móti Sevilla, en liðin mættust í nákvæmlega sömu viðureign í bikarnum á fimmtudaginn og höfðu gestirnir betur með þremur mörkum gegn einu.

Liðin eiga eftir að mætast aftur í bikarnum á heimavelli Sevilla og eiga því þrjár innbyrðisviðureignir á einni viku.

Topplið Barcelona fær þá Eibar í heimsókn og Real Madrid heimsækir Real Betis áður en síðasti leikur 19. umferðar fer fram mánudagskvöldið.

Föstudagur:
20:00 Rayo Vallecano - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 3)

Laugardagur:
12:00 Leganes - Huesca
15:15 Valencia - Real Valladolid (Stöð 2 Sport 3)
17:30 Girona - Alaves
19:45 Villarreal - Getafe (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
11:00 Atletico Madrid - Levante (Stöð 2 Sport)
15:15 Athletic Bilbao - Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Barcelona - Eibar (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Real Betis - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)

Mánudagur:
20:00 Real Sociedad - Espanyol (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 34 27 6 1 74 22 +52 87
2 Barcelona 34 22 8 4 69 40 +29 74
3 Girona 34 22 6 6 70 41 +29 72
4 Atletico Madrid 33 20 4 9 62 39 +23 64
5 Athletic 34 17 10 7 55 33 +22 61
6 Real Sociedad 34 14 12 8 48 35 +13 54
7 Betis 33 12 13 8 41 39 +2 49
8 Valencia 33 13 8 12 37 38 -1 47
9 Villarreal 33 12 9 12 54 55 -1 45
10 Getafe 34 10 13 11 41 47 -6 43
11 Osasuna 33 11 6 16 37 49 -12 39
12 Sevilla 33 9 11 13 42 46 -4 38
13 Alaves 33 10 8 15 31 38 -7 38
14 Las Palmas 34 10 7 17 30 43 -13 37
15 Vallecano 33 7 13 13 27 42 -15 34
16 Mallorca 33 6 14 13 27 39 -12 32
17 Celta 33 7 10 16 37 50 -13 31
18 Cadiz 34 4 14 16 23 49 -26 26
19 Granada CF 33 4 9 20 36 61 -25 21
20 Almeria 33 1 11 21 32 67 -35 14
Athugasemdir
banner
banner
banner