Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 11. ágúst 2018 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Everton og Úlfanna: Gylfi á sínum stað
Gylfi er í holunni.
Gylfi er í holunni.
Mynd: Getty Images
Moutinho byrjar hjá Úlfunum.
Moutinho byrjar hjá Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Everton þegar liðið heimsækir nýliða Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er lokaleikur dagsins í deildinni.

Þetta er mjög áhugaverður leikur. Bæði lið fengu marga nýja leikmenn í sumar. Everton krækti í Richarlison frá Watford, Kurt Zouma frá Chelsea, og Yerry Mina, Andre Gomes og Lucas Digne, en þeir komu allir frá Barcelona.

Wolves hefur verið í nánu samstarfi við portúgalska umboðsmanninn Jorge Mendes. Ellefu leikmenn voru fengnir í sumar, þar á meðal portúgölsku landsliðsmennirnir Rui Patricio og Joao Moutinho. Lið Úlfanna var mjög sterkt fyrir og rúllaði liðið yfir Championship-deildina í fyrra.

Everton er spáð sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar af Fótbolta.net og Úlfunum er spáð 11. sæti.

Richarlison byrjar hjá Everton, en Zouma, Gomes og Mina eru ekki í hóp. Zouma, Gomes og Mina eru allir nýkomnir. Lucas Digne er á varamannabekknum.

Hjá Úlfunum er vert að fylgjast með Ruben Neves og Moutinho á miðjunni.

Byrjunarlið Úlfanna: Patricio, Doherty, Bennett, Bony, Coady, Jonny, Neves, Moutinho, Costa, Jiminez, Jota.

(Varamenn: Ruddy, Enobakhare, Gibbs-White, Saiss, Vinagre, Hause, Bonatini)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Jagielka, Keane, Baines, Gueye, Schneiderlin, Walcott, Sigurdsson, Richarlison, Tosun.

(Varamenn: Stekelenburg, Holgate, Digne, Davies, Sandro, Niasse, Calvert-Lewin)

Sjá einnig:
Gylfi fær að spila á miðjunni - Ánægður með Marco Silva



Athugasemdir
banner
banner
banner