Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 12. apríl 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór: Ef og hefði hjálpar ekki til að taka næsta skref
„einungis það sem sýnt er á vellinum getur komið manni á næsta stig
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson verður 21 árs gamall í nóvember á þessu ári. Hann hefur þegar spilað þrjú tímabil í efstu deild og lék strax stórt hlutverk þegar hann kom inn í lið Stjörnunnar sumarið 2017.

Alex hefur leikið 35 unglingalandsliðsleiki og þrjá leiki með A-landsliðinu. Fréttaritara langaði einfaldlega að spyrja miðjumanninn út í hans sýn á þeim stað sem hann er á núna á sínum ferli. Margir efnilegir leikmenn fara til liða erlendis á meðan Alex er í Garðabænum. Fréttaritari kastaði spurningum á Alex og hans svar má sjá hér að neðan.

Spurningarnar voru á þessa leiðina; Er skólinn mögulega ástæða af hverju Alex spilar á Íslandi? Var hugsunin að betra væri að spila fullorðinsbolta heldur en að mögulega festast í unglingastarfi ytra? Hefur Alex fengið tækifæri á að fara til liðs erlendis?

„Ég hef alltaf haft mikinn metnað fyrir fótboltanum og lagt bæði mikið af vinnu og tíma í hann. Stefnan er sett hátt og ég vil klárlega spila í sem hæstum gæðaflokki og mögulegt er," sagði Alex við Fótbolta.net.

„Fótboltinn er hins vegar margslungið fyrirbæri og margar breytur sem þarf að taka tillit til í heildarmyndinni. Ég ber Rúnari og þeim sem hafa þjálfað við hlið hans mikið þakklæti fyrir það traust sem ég hef fengið og er stöðugt að vinna í mínum leik til að sanna að ég eigi það skilið."

„Núna eru þrjú tímabil að baki í toppliði í Pepsi deildinni og ég hef spilað marga stóra leiki eins og bikarúrslit og Evrópuleiki sem hefur verið gríðarlega dýrmæt reynsla."

„Eins og er þá reyni ég að þróa leik minn enn meira og er spenntur fyrir komandi tímabili með Stjörnunni þar sem allt verður lagt í sölurnar til að gera þetta að eftirminnilegu sumri."

„Það er það eina sem kemst fyrir í hausnum núna og tel ég að ef og hefði hjálpi mér ekki að taka næsta skref og spila í hærri gæðaflokki þó að það hafi verið þreifingar hér og þar en eins og í heiminum í dag er allt á ís sökum Covid 19."

„Ég trúi því þó að einungis það sem sýnt er á vellinum getur komið manni á næsta stig og fyrir hvert tímabil eru ýmsir hlutir sem ég hef unnið í að bæta og það er ekkert annað í boði en að halda því áfram og sjá hvað gerist,"
sagði Alex að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner