Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 14. júní 2020 23:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atla fannst Gísli verðskulda rautt fyrir „dómgreindarbrest"
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, gerðist sekur um afar heimskulegt brot í 3-0 sigrinum á Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Eftir að það var brotið á honum þá sparkaði Gísli frá sér og upp úr sauð í kjölfarið. Gísli fékk gult spjald eins og tveir aðrir. Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, fannst að Gísli hefði átt að fjúka út fyrir að gerast sekur um „dómgreindarbrest".

„Hann var áberandi einn besti maður vallarins fyrstu 20 mínúturnar, en svo gerist hann sekur um dómgreindarbrest," sagði Kjartan Atli Kjartansson í Pepsi Max Tilþrifunum á Stöð 2 Sport.

„Hann var stórkostlegur fram að þessu atviki. Þetta er slíkur dómgreindarbrestur að hann hlýtur að fara með óbragð í munni heim í kvöld. Ranglega fær hann að klára leikinn, hann á náttúrlega að fá rautt spjald. Hann sparkar til andstæðingsins í pirringi og fyrir mér er þetta ekkert annað en rautt spjald," sagði Atli Viðar.

„Mér fannst Gísli detta út úr leiknum við þetta," sagði Atli, en Gísli vissi strax upp á sig sökina og baðst afsökunar.

Þetta gerðist í stöðunni 1-0 og það hefði klárlega getað breytt leiknum ef Gísli hefði fengið reisupassann.
Athugasemdir
banner
banner
banner