Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 14. júlí 2016 13:50
Magnús Már Einarsson
Sveinn Aron: Spenntur að feta í fótspor pabba og afa
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Valur
„Ég er mjög spenntur fyrir að vera mættur hingað," sagði Sveinn Aron Guðjohnsen í viðtali við Ragnar Vignir hjá heimasíðu Vals eftir að hann gekk til liðs við félagið í dag.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég er búinn að sjá nokkra leiki og finnst liðið spila mjög flottan fótbolta. Mér líst vel á þjálfarana, þeir eru með reynslu."

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins, og Arnór Guðjohnsen, afi hans, hafa báðir leikið með Val. „Ég er spenntur fyrir því að feta í fótspor pabba og afa míns," sagði Sveinn.

Sveinn getur leikið bæði á kantinum og í fremstu víglínu. „Ég vil vera í senternum en ég get alveg spilað hægri kant eins og ég er búinn að spila í sumar."

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er spenntur fyrir því að fá Svein Aron í leikmannahópinn.

„Þetta er efnilegur og yndislegur drengur sem verður gaman að hafa í okkar hóp. Hann er með góðan vinstri fót og góðan skilning á fótbolta. Þetta var dauðafæri fyrir okkur og við létum það ekki fara framhjá okkur," sagði Ólafur.

Hér að neðan má sjá viðtalið af heimasíðu Vals í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner