Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 15. september 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino líkir Winks við Xavi og Iniesta
Mynd: Getty Images
Tottenham fær Liverpool í heimsókn á Wembley í stórleik dagsins og eru Dele Alli og Hugo Lloris frá vegna meiðsla.

Heung-min Son er þó kominn aftur eftir að hafa unnið Asíuleikana með Suður-Kóreu og er Mauricio Pochettino einnig spenntur fyrir endurkomu Harry Winks, 22, sem er búinn að ná sér af meiðslum.

Winks hefur ekki byrjað leik síðan hann meiddist á ökkla í febrúar. Miðjumaðurinn efnilegi fór í aðgerð í maí og er fyrst núna búinn að ná fullum bata.

„Þegar við tölum um miðjumenn er alltaf talað um spænska leikmenn eins og Xavi og Iniesta. Harry Winks er þessi tegund af leikmanni og getur orðið meðal bestu miðjumanna Englands ef hann leggur inn vinnuna," sagði Pochettino.

„Hann er efnilegur og er með framtíðina í höndum sér. Þetta veltur alfarið á honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner