Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 17. júní 2020 13:30
Fótbolti.net
Kaflaskipti hjá KA - „Hann var hjartað og sálin í þessu félagi"
Petar sáttur með bikarana.
Petar sáttur með bikarana.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þarna er það!
Þarna er það!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Petar Ivancic, Doktor, hefur verið mikilvægur hluti af KA sem félagi undanfarin fimmtán ár eða svo. Nú á vordögum varð ljóst að Petar yrði ekki starfsmaður félagsins lengur.

Petar var mjög vel liðinn af leikmönnum KA og sá um þrif og fleira ásamt því að vera í liðstjórn hjá meistaraflokksliði félagsins. Rætt var um brotthvarf Petars í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi. Þáttinn má hlusta á neðst í fréttinni. Umræðan um Doktorinn byrjar á 76:15.

Umræðan um Petar spratt upp í kjölfarið á umræðu um leik ÍA og KA undir lok þáttar. „Einn punktur varðandi KA í viðbót, það vantaði ekki bara útlendingana [gegn ÍA] heldur misstu þeir king Doktor Petar fyrir mót. Ég veit ekki alveg hvað gerðist þar. Hann var hjartað og sálin í þessu félagi. Það vita allir hversu mikilvægur hann var þarna," sagði Aksentije Milisic í þættinum.

„Hann var grjótharður KA-maður, þvílíkt vanmetið starf sem hann vann hjá félaginu, einn af lykilmönnunum þarna."

Doktorinn hóf störf hjá KA snemma á fyrsta áratugi þessarar aldar og því ákveðin kaflaskipti að eiga sér stað hjá KA.

„Það er komið nýtt fólk í starfið hans Petar en það er ekki sama hjartað og þegar Petar var, það elskuðu hann allir leikmenn og allir í KA-heimilinu," bætti Aci við.

„Það var alltaf veifaðu Petar eða veifaðu Doktor kallað á hann þegar hann gekk framhjá stúkunni á Akureyrarvelli," sagði Sæbjörn Þór Þórbergsson.

„Svo lét hann dómarann heyra það og fékk sér eina sígarettu á meðan leik stóð. Þetta er eitthvað sem menn eiga 100% eftir að sakna," sagði Aci.
Boltinn á Norðurlandi: Maraþonleikir og skellur á Skaganum
Athugasemdir
banner
banner