Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. júní 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willian frítt til Manchester United?
Powerade
Willian gæti farið frítt í sumar
Willian gæti farið frítt í sumar
Mynd: Getty Images
Mustafi gæti yfirgefið Arsenal.
Mustafi gæti yfirgefið Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gleðiðlegan 17. júní. Slúður dagsins er að venju í boði Powerade og tekið saman af BBC.



Manchester United hefur haft samband við fólk í kringum Willian (31) og ætlar að reyna fá hann á frjáslri sölu í sumar, samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. (France Football)

Aston Villa vill fá allavega 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish (24). (Mail)

Frank Lampard vill fá Said Benrahma (24) frá Brentford. Leicester hefur einnig áhuga. (Express)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur byrjað að ræða við Allan (29) miðjumann Napoli. (Express)

Ancelotti hefur einnig sett sig í samband við Thiago Silva (35) sem mun yfirgefa PSG í sumar. (Express)

Gareth Bale (30) og Zinedine Zidane eiga í alls ekki góðu sambandi en Bale er enn ánægður í Madrid. (Marca)

Framtíð Jadon Sancho (20) er í óvissu eftir að Lucien Favre, stjóri Dortmund, viðurkenndi að Sancho sé einn af þeim sem gætu farið í sumar. (Sky Sports)

Shkodran Mustafi (28) miðvörður Arsenal hefur áhuga á að fara í Bundesliga. (Star)

Timo Werner (24) er enn í Meistaradeildaráformum RB Leipzig þrátt fyrir að hafa samþykkt að fara til Chelsea (Mirror)

Bayer Leverkusen ætlar ekki að koma í veg fyrir að Kai Havertz (21) fari annað í sumar. Chelsea hefur áhuga. (Kolner STadt-Azeiger)

Mikel Arteta vonar að David Luiz (33) framlengi samning sinn við félagið. (Reuters)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner