Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 21. desember 2020 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki hægt að skoða 'mark' Bowen með VAR - Féll Silva um sjálfan sig?
Mynd: Getty Images
Jarrod Bowen kom boltanum í netið gegn Chelsea eftir að Thiago Silva hafði komið Silva yfir á 10. mínútu leiksins. Bowen, sem er leikmaður West Ham, hefði þar skorað jöfnunarmark leiksins en það fékk ekki að standa.

Tomas Soucek skallaði bltanum inn á vítateig Chelsea og Thiago Silva ætlaði að sjá til þess að boltinn færi til Edouard Mendy í marki Chelsea.

Silva féll til jarðar og upphaflega virtist það vera vegna þess að Bowen ýtti í hann. Bowen náði boltanum og skoraði framhjá Mendy sem hljóp út á móti boltanum.

Í endursýningu sést að snertingin er mjög lítil og virðist Silva falla um sjálfan sig. Niðurstaðan var að brot var dæmt á Bowen. Ekki mátti breyta dómnum í VAR.

Chris Kavanagh, dómari leiksins, var búinn að flauta í flautuna áður en Bowen kom boltanum í netið. 'Markið' var því ekki 'skorað' eins og það er orðað í reglunum og því var ekki hægt að skoða atvikið samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar.

Staðan í leiknum er 3-0 þegar skammt er eftir. Hægt er að sjá myndskeið af atvikinu hér að neðan en óljóst hversu lengi það verður aðgengilegt.


Athugasemdir
banner