Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 23. apríl 2019 21:00
Arnar Helgi Magnússon
Klopp hættir við kvöldverð með stuðningsmönnum
Mynd: Getty Images
Það má ætla að Jurgen Klopp hafi í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans, Liverpool, er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn en liðið er einnig í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þar sem að tveir leikir gegn Barcelona eru framundan.

Klopp hefur nú aflýst árlegum viðburði sem að átti að vera á Anfield á fimmtudag. Um er að ræða sérstakan kvöldverð með stuðningsmönnum liðsins.

Uppselt var á viðburðinn en 450 stuðningsmenn voru á leið í kvöldverð á Anfield.

Fyrirliði liðsins, Jordan Henderson, ásamt þeim Alex Oxlade-Chamberlain og Trent Alexander-Arnold áttu að vera sérstakir gestir á skemmtuninni. Þeir áttu meðal annars að svara spurningum úr sal frá stuðningsmönnum liðsins.

Ástæðan fyrir því að Klopp vildi hætta við er sú að hann vill að einbeitingin hjá sínum mönnum sé á mikilvægu leikjunum sem að framundan eru.

Liverpool tekur á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina áður en að liðið heldur til Barcelona en fyrri undanúrslitar leikur Meistaradeildarinnar fer fram á Camp Nou miðvikudaginn 1. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner