Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 23. apríl 2020 11:20
Magnús Már Einarsson
jói Berg: Allir leikmenn vilja klára tímabilið
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley, vonast til að tímabilið verði klárað á Englandi og að hann nái að spila mikið í síðustu níu umferðunum.

Jóhann Berg hefur verið mikið meiddur á tímabilinu en hann hefur einungis náð að spila sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni til þessa.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir mig og þetta hefur verið mjög pirrandi. Þetta hlé gæti hafa komið á góðum tíma fyrir mig til að koma líkamanum í lag," sagði Jóhann í viðtali á heimasíðu Burnley.

„Ég á vonandi eftir að koma mikið við sögu í síðustu níu leikjunum. Það er mikið eftir af leikjum eftir sem verða vonandi spilaðir."

„Allir leikmenn vilja klára tímabilið og það væri gott fyrir almenning líka, þó að það væri spilað fyrir luktum dyrum. Það væri frábært ef fólk gæti verið heima að horfa á ensku úrvalsdeildina."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann Berg í heild en þar talar hann einnig um borðspiið Beint í mark og íslenska landlsiðið.

Sjá einnig:
Jóhann Berg talar um spurningaspilið sitt Beint í mark


Athugasemdir
banner
banner
banner