Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 23. september 2019 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alisson og van Veenendaal bestu markverðirnir
Mynd: Getty Images
Sari með verðlaunin í kvöld.
Sari með verðlaunin í kvöld.
Mynd: Getty Images
Alisson Becker og Sari van Veenendaal voru rétt í þessu valin bestu markmenn heims á FIFA Best Awards. FIFA heldur sína árlegu verðlaunahátið í kvöld.


Alisson Becker, markvörður Liverpool, var valinn besti markvörðurinn karlameginn. Hann var þar í samkeppni við Ederson, markvörð Manchester City og Marc-André ter Stegen, markvörð Barcelona.

Sari van Veenendaal, markvörður hollenska landsliðsins og Englandsmeistar Arsenal, var valin besti markvörður kvennameginn. Þar var hún í samkeppni við Christiane Endler, landsliðsmarkvörð Síle og Hedvig Lindahl, landsliðsmarkvörð Svía og Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner