Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 24. apríl 2024 22:29
Sölvi Haraldsson
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Mynd: Þróttur

Leikurinn spilaðist bara vel. Eins og maður átti svosem von á. Við áttum séns fyrir leik fannst mér og það rættist. Við vorum betri úti á vellinum fannst mér meira og minna allan leikinn en við klúðruðum því.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir svekkjandi 2-1 tap gegn HK í bikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

Þróttararnir voru mjög góðir í dag gegn liði í deild fyrir ofan en Sigurvin er svekktur með færanýtingu sinna manna í dag.

Þetta er frægt minni í fótboltaheiminum. Ef þú nýtir ekki færin þá verður þér refsað. Eins og t.d. eitt færið sem við fáum hérna þegar hann (Arnþór Ari) bjargar á línu með því að bomba honum í slána. Það eru engin vísindi en ef þú klárar ekki færin sem við fengum í dag þá er líklegt að þú fáir tuskuna í andlitið. Þetta var einhvernveginn týpiskt.“ 

Það er mikil spenna í Laugardalnum fyrir sumrinu en þeir renna blinnt í sjóinn segir þjálfarinn.

Maður rennur blinnt í sjóinn. Við erum búnir að spila fullt af æfingarleikjum í öllum aðstæðum. Stundum líður manni eins og við séum ógeðslega góðir, stundum líður manni bara bágt. En svo kemur þetta bara í ljós 3. maí þegar við fáum sjóðheita Þórsara í heimsókn.

Þórir Guðjónsson var að skrifa undir hjá Þrótti í dag en Sigurvin er spenntur að vinna með Þóri.

Nafnið hans poppaði upp. Hann er búinn að æfa eitthvað með okkur. Síðan þurftum við bara að taka ákvörðun um það hvort við vildum taka hann eða ekki. Ég er bara mjög ánægður með það að hafa fengið hann en síðan verður það líka bara að fá að komast í ljós.“ 

Sigurvin bætir svo við að Björgvin Stefánsson sé ekki kominn í nógu gott leikstand í dag til að þessa leiki. En það kemur með hækkandi sól bætti hann svo við.

Það hefur ekki farið framhjá neinum Þróttara að það á að kjósa um nýtt merki félagsins. Sigurvin finnst þetta vera sniðugt og styður þetta nýja merki en skilur tilfinningarnar á bakvið gamla merkið.

Ég er bara mjög hrifinn af því. Ég er auðvitað ekki með þennan Þróttaragrunn og þessa tilfinningu fyrir gamla merkinu. Ég ér nýr hérna og ég styð þetta bara. Ég vona að það komi nýir tímar hérna með þessu liði sem við erum að smíða hérna. Mér finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki, en ég skil líka tilfinningarnar á bakvið gamla merkið.

Næsti leikur hjá Þrótti er gegn Þór Akureyri í 1. umferð í Lengjudeildinni.

Þetta er bara spenna og óvissa. Ég er spenntur að sjá hvernig við komum undan vetri, þótt það séu einhverjar vísbendingar um það í kvöld. Síðan er ég búinn að sjá einhverja æfingarleiki með Þór enþað verður að koma í ljós hversu frábærir þeir eru. Það er mjög vel látið að þeim, vel mannaðir og spáðir góðu gengi.“ sagði Sigurvin að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner