Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 25. mars 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kom aldrei til tals að Elín Metta væri hætt"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum frá því síðasta sumar. Hún gat ekki spilað síðasta haust vegna meiðsla en er nú komin aftur í íslenska landsliðið.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, var spurður út í valið á Elínu í dag.

Sjá einnig:
Elín hætt í fótbolta? - Hún segir það ekki rétt

Af fundinum:
Það var rætt um að Elín Metta væri jafnvel hætt, vissir þú allan tímann að hún væri ekki hætt?

„Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér allavega aldrei að hún væri hætt. Þessar fréttir voru að koma held ég á meðan við vorum úti [í Bandaríkjunum] þannig að maður var ekkert að stressa sig á þessu þá. Það kom allavega aldrei til tals frá henni að hún væri hætt í fótbolta."

Steini sagðist aðspurður ekki geta farið nánar út í sín samskipti við Elínu Mettu.

Hvernig er standið á Elínu, er hún tilbúin í 90 mínútur? Ertu spenntur að fá að vinna með henni aftur?

„Ég get alveg sagt að þegar hún meiddist í haust, í lok ágúst þá var hún tilkynnt í hópinn þó að við vissum að það væru 99% líkur á því að hún yrði ekki með í leiknum. Við héldum möguleikanum opnum eins lengi og við gætum. Við vorum að vonast eftir því að hún gæti spilað og það sýnir okkar hug til hennar, hvernig við metum hana. Ef við teldum hana ekki vera leikmann sem myndi nýtast okkur þá hefðum við alltaf tilkynnt annan leikmann strax í hópinn."

„Ég valdi svo leikmann í hennar stað stuttu áður en hópurinn kom saman. Elín Metta er góður leikmaður og getur nýst okkur vel, það er ástæðan fyrir því af hverju við veljum hana í dag. Hún spilaði ekki með Val um síðustu helgi vegna veikinda en vonandi sjáum við hana í hörkustandi í leik Vals á morgun. Þar getur hún sýnt hvað hún getur."


Öll góð fótboltalið þurfa á markaskorurum að halda
Úr viðtali við Fótbolta.net og mbl.is:
Steini sagðist hafa rætt við Elínu fyrir verkefnið í Bandaríkjunum.

„Ég ræddi við hana örlítið þá og hef átt samtöl við hana um hennar stöðu. Þau samtöl hafa verið á góðum nótum."

Hversu mikilvægt er fyrir landsliðið að hún sé upp á sitt besta?

„Elín Metta er markaskorari, er dugleg og gefur liðinu mikið. Hún er hættuleg fram á við og öll góð fótboltalið þurfa á góðum framherjum að halda og þurfa á markaskorurum að halda. Á góðum degi getur hún verið góður leikmaður fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner