Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 25. apríl 2022 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samkeppnin er mikil - „Var ekki að afhenda henni EM sætið"
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta í landsleik.
Elín Metta í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir hefur verið að koma inn af krafti með Piteå í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa gengið í gegnum meiðsli.

Hún er farin að banka á landsliðsdyrnar þegar stutt er í Evrópumótið í Englandi.

„Hún er að koma vel inn í deildina núna. Þegar ég var að velja hópinn síðast þá var maður í pælingum. Hún er einn af þeim leikmönnum sem koma vel til greina," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í spjalli við Sæbjörn Steinke á dögunum.

„Það var erfitt að skilja hana eftir í síðasta verkefni."

Elín Metta verið meidd
Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, er búin að vera í meiðslum en var samt valin í síðasta landsliðshóp. Hún var einn af þeim leikmönnum sem var valin fram yfir Hlín í því tilfelli. Samkeppnin er mikil um stöður alls staðar á vellinum í þessu liði.

„Það má alveg gagnrýna það," sagði Steini þegar hann var spurður út í valið á Elínu. „Hún var að æfa og spila þegar ég vel hana, en spurningin var hversu góðu formi hún var í. Það má alltaf gagnrýna mann. Þetta er íslenska landsliðið, það mega allir hafa skoðanir."

„Ég hef trú á því að hún verði á fínum stað (þegar EM fer fram) ef allt gengur upp hjá henni. Í þessu verkefni var hún dugleg og lagði mikið á sig. Það er undir henni komið að sýna það á Íslandsmótinu og í því sem framundan er að hún eigi heima í þessum hópi. Þó ég hafi valið hana núna, þá er ég ekki búin að velja hana á EM. Ég var ekki að afhenda henni EM sætið með því að velja hana í apríl. Það er alveg á hreinu," sagði Steini.

„Þetta snýst um frammistöðu og að hún sé á góðum stað þegar ég vel hópinn í júní."

Það er mikil samkeppni um sæti í hópnum sem fer á EM og þannig á það að vera.

Hægt er að hlusta á allt spjallið við landsliðsþjálfarann í spilaranum hér fyrir neðan.
Spjallað við Steina - Í bílstjórasætinu og EM framundan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner