Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 25. júní 2020 12:52
Magnús Már Einarsson
Rúrik farinn frá Sandhausen
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason hefur komist að samkomulagi um starfslok hjá þýska félaginu Sandhausen. Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu í Dr. Football í dag.

„Þetta voru farsæl starfslok. Þetta endaði ekki í málaferlum eða neitt slíkt og Rúrik þurfti ekki að gefa mikið eftir," sagði Hjörvar en hann fékk tíðindin staðfest hjá Rúrik sjálfum.

Rúrik er 32 ára gamall en hann kom til Sandhausen frá Nurnberg í janúar 2018. Rúrik spilaði þrettán leiki með Sandhausen í þýsku B-deildinni á þessu tímabili en tímabilið er ennþá í gangi þar.

Áður en Rúrik fór til Þýskalands spilaði hann með Viborg, OB og FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Rúrik hefur á ferli sínum spilað 53 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner