Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 29. mars 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Darwin Núnez og Curtis Jones eru klárir í slaginn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, fráfarandi þjálfari Liverpool, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Curtis Jones og Darwin Núnez æfðu með liðinu og eru klárir í slaginn fyrir mikilvægan slag gegn Brighton á sunnudaginn.

Liverpool er í harðri titilbaráttu við Arsenal og Manchester City sem mætast innbyrðis á sunnudeginum og er leikurinn gegn Brighton því tilvalið tækifæri fyrir lærisveina Klopp að gera tilraun til að taka toppsætið.

Nunez var ekki með úrúgvæska landsliðshópnum í landsleikjahlénu vegna smávægilegra meiðsla, en hann er búinn að jafna sig og gæti tekið þátt gegn Brighton.

Ibrahima Konate er þá einnig klár í slaginn en Andy Robertson nær ekki leiknum frekar en aðrir á meiðslalistanum.

Stefan Bajcetic er meðal annars á meiðslalistanum en hann hefur verið að æfa með unglingaliði Liverpool að undanförnu og vonast til að vera klár í slaginn með aðalliðinu um miðjan apríl.

„Við þurfum að fá strákana aftur úr meiðslum sem fyrst og þeir verða að vera tilbúnir til að standa sig um leið og þeir snúa aftur á völlinn," sagði Klopp meðal annars á fréttamannafundi.

Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker, Joel Matip, Diogo Jota og Thiago Alcantara eru á meiðslalistanum ásamt fyrrnefndum Robertson og Bajcetic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner