Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 29. mars 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon Arnar byrjaði í góðum sigri
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Lille 2 - 1 Lens
1-0 Edon Zhegrova ('9)
2-0 Edon Zhegrova ('60)
2-1 Elye Wahi ('78)

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem tók á móti Lens í efstu deild franska boltans í kvöld.

Hákon virðist vera á góðri leið með að festa sig í sessi í byrjunarliðinu eftir flottar frammistöður í síðustu leikjum sínum fyrir félagið.

Edon Zhegrova var hetja Lille í kvöld þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri, en Elye Wahi minnkaði muninn fyrir gestina á 78. mínútu.

Hákoni var skipt útaf á 91. mínútu leiksins en hann spilaði einnig báða leiki Íslands í umspili um sæti á EM, auk þess að hafa verið í byrjunarliði Lille gegn Brest í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.

Sigur Lille í kvöld er afar mikilvægur þar sem liðið er í þriðja sæti með 46 stig, á meðan Lens situr eftir í sjötta sæti í afar þéttum evrópubaráttupakka með 42 stig.

Þrjú efstu lið frönsku deildarinnar komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fer fjórða sætið í undankeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner