Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 29. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Brynjólfur Darri valdi 45 vegna Balotelli
Brynjólfur Darri í leik með Blikum í sumar.
Brynjólfur Darri í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn ungi og efnilegi leikmaður Breiðabliks, Brynjólfur Darri Willumsson í Pepsi Max-deildinni leikur í treyju númer 45 með Breiðabliki. Það er ekkert að ástæðulausu.

Brynjólfur Darri er nefnilega númer 45 vegna átrúnaðargoðsins, Mario Balotelli leikmanns Marseille í Frakklandi.

Gunnar Birgisson opinberaði þetta í nýjasta Innkastinu hér á Fótbolta.net og Brynjólfur hefur staðfest það.

„Ég elskaði Balotelli alltaf þegar ég var lítill og geri enn í dag," sagði Brynjólfur Darri og bendir á að þeir eigi afmæli sama dag, þann 12. ágúst. Balotelli er hinsvegar fæddur árið 1990 á meðan Blikinn er fæddur árið 2000.

„Mér fannst alltaf eitthvað nett við 45 númerið og ég hef alltaf langað að vera númer 45," sagði Brynjólfur Darri en Balotelli hafði leikið í treyjunúmer 45 áður en hann fór til Frakklands og gekk í raðir Nice og í kjölfarið Marseille. Vegna reglna í Frakklandi verða allir leikmenn að spila í treyjum frá 1-30.

Hann segist ekki hafa fylgst mikið með Balotelli síðan hann fór til Frakkalands.

„Ég horfi samt oftast á svipmyndir úr leikjunum hans á Youtube og fylgist síðan vel með á Instagram."

Brynjólfur Darri segist hafa fylgst vel og lengi með Balotelli.

„Ég hef alltaf haft gaman af honum utan vallar líka og byrjaði meiri segja í 6. flokki að vera alltaf með hanakamb eins og hann," sagði Blikinn ungi og efnilegi sem hefur spilað með hanakamb í fyrstu leikjum Pepsi Max-deildarinnar.

„Ég er hinsvegar alltaf að breyta til. Það er aldrei að vita hvort ég láti kambinn fjúka en kannski fær hann að lifa lengur," sagði Brynjólfur Darri Willumsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner