Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 30. september 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
McTominay: Solskjær er rétti stjórinn
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær sé rétti stjórinn fyrir félagið.

„Það tekur tíma fyrir nýjan stjóra að koma inn. Þetta smellur ekki allt saman strax," segir McTominay.

„Þegar Sir Alex fór þá hefur það tekið félagið tíma að finna rétta stjórann en ég trúi því að við höfum rétta stjórann núna í Ole."

„Öll fótboltalið ganga í gegnum breytingatíma og við erum að ganga í gegnum einn núna."

Solskjær er fjórði stjóri United síðan Ferguson lét af störfum.

„Á þessum tímum eru félög viljug til að reka stjóra án þess að hugsa út í það hvaða áhrif það hefur til næstu ára. Ole er með plan til lengri og skemmri tíma og þegar þú ert með gæja eins og hann er mikilvægt að halda sig við hann."
Athugasemdir
banner
banner