Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 30. september 2019 12:54
Fótbolti.net
Sony leikmaður síðasta þriðjungs - Taktu þátt í kosningunni
watermark Kristinn Jónsson í KR var valinn bestur í öðrum þriðjungi.
Kristinn Jónsson í KR var valinn bestur í öðrum þriðjungi.
Mynd: Origo
watermark Tryggvi Hrafn Haraldsson í ÍA var valinn bestur í fyrsta þriðjungi.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í ÍA var valinn bestur í fyrsta þriðjungi.
Mynd: Origo
Fótbolti.net og Sony hafa tekið höndum saman í sumar og valið besta leikmann hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildunum.

Innkastið velur fjóra leikmenn sem tilnefndir eru sem bestir í umferðum 16-22 í karlaflokki.

Lesendur Fótbolta.net velja milli þeirra fjögurra. Leikmaðurinn sem vinnur fær svo verðlaun frá Sony.

Tryggvi Hrafn Haraldsson í ÍA vann verðlaun fyrsta þriðjungs og Kristinn Jónsson í KR fyrir annan þriðjung.

Kristinn hefði svo sannarlega getað fengið tilnefningu aftur en sem sigurvegari síðasta þriðjungs voru aðrir valdir nú.

Sérfræðingar Innkastsins hafa tilnefnt fjóra leikmenn sem þann besta í síðasta þriðjungi. Það eru tveir úr toppliði KR; Finnur Tómas Pálmason og Óskar Örn Hauksson. Gary Martin úr ÍBV og Elfar Árni Aðalsteinsson úr KA eru einnig tilnefndir.

Taktu þátt í kosningunni á Twitter síðu Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner