Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 30. desember 2020 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime"
 Fótbotlalega séð ætla ég að koma mér í byrjunarliðið, ná að skora einhver mörk og spila vel.
Fótbotlalega séð ætla ég að koma mér í byrjunarliðið, ná að skora einhver mörk og spila vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér leist ótrúlega vel á félagið og alla umræðu í kringum félagið.
Mér leist ótrúlega vel á félagið og alla umræðu í kringum félagið.
Mynd: Silkeborg
Ég hef verið Skagamaður í rúm tuttugu ár og ber miklar tilfinningar til félagsins. Ég mun horfa á alla leiki hjá liðinu, á mjög góða vini í liðinu.
Ég hef verið Skagamaður í rúm tuttugu ár og ber miklar tilfinningar til félagsins. Ég mun horfa á alla leiki hjá liðinu, á mjög góða vini í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skrítið fyrir mig, maður var búinn að vera í byrjunarliðinu alla leikina og svo fæ ég covid og missi af lokaleikjunum tveimur þar sem hlutirnir réðust.
Það var skrítið fyrir mig, maður var búinn að vera í byrjunarliðinu alla leikina og svo fæ ég covid og missi af lokaleikjunum tveimur þar sem hlutirnir réðust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hafði farið á nokkrar reynslur erlendis og ég vissi að með góðri frammistöðu með ÍA, nokkrum mörkum og góðri frammistöðu með U21 myndu einhverjir gluggar opnast, sem og gerðust.
Ég hafði farið á nokkrar reynslur erlendis og ég vissi að með góðri frammistöðu með ÍA, nokkrum mörkum og góðri frammistöðu með U21 myndu einhverjir gluggar opnast, sem og gerðust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið fagnað í WhatsApp grúppunni okkar þegar þetta var komið í hús. Við vorum allir að fylgjast með þegar Ítalía og Svíþjóð mættust í lokaleiknum.
Það var mikið fagnað í WhatsApp grúppunni okkar þegar þetta var komið í hús. Við vorum allir að fylgjast með þegar Ítalía og Svíþjóð mættust í lokaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við sýndum ótrúlega mikinn styrk og liðsheild að komast inn í lokamótið, í riðli með Írunum og Svíum sem eru engar smáþjóðir í þessum landsleikjabolta.
Við sýndum ótrúlega mikinn styrk og liðsheild að komast inn í lokamótið, í riðli með Írunum og Svíum sem eru engar smáþjóðir í þessum landsleikjabolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður heldur alltaf sjálfur að maður sé langbestur og svoleiðis en maður þarf að einbeita sér að sjálfum sér og sínum markmiðum, keyra á þetta."

Stefán Teitur Þórðarson er leikmaður Silkeborg í Danmörku. Liðið er í næstefstu deild og gekk Stefán í raðir félagsins frá ÍA í haust eftir gott tímabil, þar sem hann skoraði átta mörk í sautján leikjum. Hann var m.a. á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net

Stefán er 22 ára miðjumaður sem hefur verið hluti af U-21 árs landsliðinu. Hann hefur sex sinnum komið inn á sem varamaður hjá danska liðinu.

„Ég er bara ferskur, ég er á Íslandi í smá fríi. Félagið sagði við mig að það ætti ekki að vera neitt vesen, sérstaklega ekki þar sem ég er búinn að fá Covid og ég verð bara prófaður tvisvar áður en ég mæti á æfingar þegar ég fer út þann 6. janúar. Ég verð að fá tvær neikvæðar niðurstöður áður en ég fæ að fara inn í klefa," sagði Stefán Teitur í gærkvöldi þegar Fótbolti.net heyrði í honum. Hann var strax í upphafi spurður út útgöngubannið í Danmörku þegar hann sagðist vera á Íslandi í fríinu.

Þú kemur inn á það, og það ekkert leyndarmál að þú fékkst veiruna. Fékkstu mikil einkenni?

„Já, ég fékk talsverð einkenni og var frekar veikur í nokkra daga. Ég var einn inn á hóteli á meðan kærastan og pabbi voru í íbúðinni á meðan. Þetta var ekkert skemmtilegasti tíminn. Ég var ekkert alvarlega veikur en alls ekki nein snilld."

Það hefur verið umræða um að það taki langan tíma að losna við einkenni og Pogba m.a. komið inn á að hann var mjög andstuttur eftir að hafa fengið veiruna. Hafa verið einhver eftirköst hjá þér?

„Nei, ég hef ekkert fundið neitt þannig. Eftir að hafa legið í rúminu í tólf daga upp á hóteli þá er ljóst að maður er búinn að missa mikið af þrekinu sem maður hafði. Við fórum í hjarta- og lungnarannsóknir í Kaupmannahöfn, félagið sendi alla sem fengu og niðurstöðurnar voru jákvæðar úr þeirri rannsókn."

Síðasta spurningin um covid, ég lofa: Eftir að þú hefur fengið veiruna, breytast þá einhverjar reglur hjá þér varðandi sóttvarnir?

„Nei, það breytist ekkert. Við eigum áfram að passa okkur, fara varlega og við eigum ekkert að vera í neinu bulli þó að maður hafi fengið covid. Hér á Íslandi er maður með grímu hvert sem maður fer og maður fer ekkert hvert sem er. Ég slapp við sóttkví sem er mjög gott. Ég kom 20. til landsins og gat haldið jólin með fjölskyldunni þar sem ég er með mótefnið, ef maður vill taka eitthvað jákvætt út úr þessu."

Að félagaskiptunum út: Hvernig er aðdragandinn að þeim, voru mörg lið sem voru að skoða þig?

„Ég var meðvitaður að ég vildi fara út og það var markmiðið fyrir tímabilið. Ég hafði farið á nokkrar reynslur erlendis og ég vissi að með góðri frammistöðu með ÍA, nokkrum mörkum og góðri frammistöðu með U21 myndu einhverjir gluggar opnast, sem og gerðust."

„Silkeborg bauð í mig og ég held að ég hafi vitað af áhuga frá félaginu fjórum eða fimm dögum áður en ég fer svo út. Það var eina tilboðið sem kom á borð til mín. En ég veit af áhuga annars staðar frá, eins og gerist hjá öllum sem standa sig vel, en ekkert til að tala um þannig."

„Þegar Silkeborg kom upp þá var hausinn algjörlega þar, að fara þangað. Mér leist ótrúlega vel á félagið og alla umræðu í kringum félagið. Markmiðið er klárt hjá félaginu og hópnum að stefnan er sett upp í efstu deild. Við erum sjö stigum á eftir toppliðunum og þegar tímabilið hefst, um miðjan febrúar, þurfum við að klára tímabilið vel og vera í sem bestri stöðu þegar efra-umspilið hefst."


Þú lagðir upp mínútu eftir að þú komst inn á í leik um daginn. Hvaða skilaboð fékkstu frá þjálfaranum fyrir þá innkomu?

„Skilaboðin voru einföld, að koma inn með krafti til að klára leikinn. Þetta var toppleikur gegn Fredericia og við höfðum ekki unnið í þremur leikjum í röð. Eins og fyrir mig þá er ég aldrei sáttur með að byrja á bekknum og því var ég ákveðinn að sanna mig þegar ég kom inn á. Maður sýnir að maður eigi heima í liðinu með því að standa sig inn á vellinum, maður gerir það ekki með neinu bulli."

Ertu sáttur við spilatímann til þessa á leiktíðinni?

„Sáttur og ekki sáttur. Ég vil byrja fleiri leiki en það er alveg skiljanlegt að ég hafi ekki byrjað oftar. Þegar ég kem út þá byrjar liðið að spila mjög vel og vinnur marga leiki. Svo í kjölfarið þarf ég að fara í sóttkví eftir U21 landsliðsverkefni. Ég missi af leik þá, kem til baka og fæ svo sjálfur covid, missi af tveimur leikjum þar. Því er þetta alveg skiljanlegt."

„Maður heldur alltaf sjálfur að maður sé langbestur og svoleiðis en maður þarf að einbeita sér að sjálfum sér og sínum markmiðum, keyra á þetta. Ég þarf að mæta með rétt hugarfar á hverjum einasta degi og gera mitt, vinna mína vinnu."


Að U21 árs landsliðinu. Liðið komst inn í lokakeppnina á dramatískan hátt. Hvernig er, og var, að vera hluti af landsliði og þessum árangri?

„Þetta er auðvitað alveg geggjað. Ég tel okkur vera með ótrúlega gott lið og líka mjög góða einstaklinga. Eins og Alfons (Sampsted) í hægri bakverðinum. Hann er í einu besta liðinu í Skandinavíu, Jón Dagur [Þorsteinsson] er í frábæru liði í Danmörku og svo var Mikki [Mikael Neville Anderson] að spila með okkur líka, hann spilar í Meistaradeildinni, svo ég taki einhver dæmi!.

„Við sýndum ótrúlega mikinn styrk og liðsheild að komast inn í lokamótið, í riðli með Írunum og Svíum sem eru engar smáþjóðir í þessum landsleikjabolta. Eins og Arnar [Þór Viðarsson, þá þjálfari liðsins] sagði svo oft þá var markmiðið að fara áfram á stórmót. Það var allan tímann hugsunin hjá öllum í liðinu, sama hvort maður byrjaði leikina eða var á bekknum."

„Það var skrítið fyrir mig, maður var búinn að vera í byrjunarliðinu alla leikina og svo fæ ég covid og missi af lokaleikjunum tveimur þar sem hlutirnir réðust. Það var hrikalega stressandi að sitja við tölvuna í Danmörku og fylgjast með hvað væri að gerast. Sem betur fer þá náði Valdi [Valdimar Þór Ingimundarson] að skora gegn Írum og svo fór sem fór."

„Það var mikið fagnað í WhatsApp grúppunni okkar þegar þetta var komið í hús. Við vorum allir að fylgjast með þegar Ítalía og Svíþjóð mættust í lokaleiknum. Þetta er búið að vera löng keppni og við '98-2000 árgangarnir höfum verið lengi saman. Nú eru Ísak [Bergmann Jóhannesson] og Andri [Fannar Baldursson] komnir inn í þetta ásamt fleirum. Við erum búnir að vera saman í þessu lengi."


Aftur að Silkeborg, nú hefuru verið í Danmörku í að verða fjóra mánuði. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart?

„Ekkert sem kemur á óvart. Stebbi, bróðir pabba, var atvinnumaður á sínum tíma og við höfum rætt mikið saman. Pabbi var sjálfur atvinnumaður og þeir hafa undirbúið mann vel fótboltalega séð. Þetta er ferli þar sem maður mun pottþétt gera einhver mistök. Hvort sem það er á vellinum eða heima hjá þér."

„Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime og fær leiðbeiningar þaðan, sérstaklega þegar kærastan er ekki úti. Þetta er bara gaman og draumur sem allir vilja upplifa, held ég."

„Æfingalega séð er ekkert mikið öðruvísi. Við erum ekki með hugarþjálfara eða eitthvað slíkt eins og er að verða algengara. Það er þó munur á leikstílnum sem Silkeborg vill spila og það sem ég var vanur með ÍA. Silkeborg vill spila mjög hratt með jörðinni þar sem miðumennirnir þurfa að hlaupa mikið."

„Við spilum á gervigrasi þar sem boltinn flýtur mjög hratt. Þetta er styttra gervigras en á Íslandi og boltinn er því mjög hraður. Hér vaknaru klukann átta og er farinn á æfingu klukkan níu. Þetta er lífstíll sem þarf að tileinka sér."

„Maður þarf að halda sér í standi og ætli maður minnki ekki hamborgarahryggsátið aðeins þegar maður fer aftur út."


Þú gerir fjögurra ára samning. Ertu með eitthvað langtímamarkmið eða áætlun sem þú vilt segja frá?

„Ég er ekki með neitt slíkt. Planið var alltaf að komast út í gott félag sem hefur trú á mér. Mér finnst ég vera á góðum stað, finnst mjög mikilvægt að vera á þeim stað þar sem þú ert á þessa stundina. Ég er ekki mikið að hugsa út í: ef þetta gerist, þá gerist þetta. Það er svo erfitt að vera með þannig hugsun og líka ætla að standa sig."

„Maður þarf að halda sig við það að hugsa um æfinguna á eftir og leikinn á morgun. Ætla sér að vera bestur þar. Ef ég byrja ekki í leiknum ætla ég að vera peppandi við samherjana og koma inn á með krafti, gera mitt besta."

„Núna er markmiðið mitt að komast almennilega inn í lífið í Danmörku utan vallar. Fótbotlalega séð ætla ég að koma mér í byrjunarliðið, ná að skora einhver mörk og spila vel. Það allra mikilvægasta í þessu og best í stöðunni er að við komumst upp í efstu deild."


Muntu fylgjast áfram vel með ÍA?

„Ég hef verið Skagamaður í rúm tuttugu ár og ber miklar tilfinningar til félagsins. Ég mun horfa á alla leiki hjá liðinu, á mjög góða vini í liðinu," sagði Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner