Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 31. mars 2018 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern lét Dortmund líta út eins og botnlið
Lewandowski skoraði þrennu.
Lewandowski skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Bayern 6 - 0 Borussia D.
1-0 Robert Lewandowski ('5 )
2-0 James Rodriguez ('14 )
3-0 Thomas Muller ('23 )
4-0 Robert Lewandowski ('44 )
5-0 Franck Ribery ('45 )
6-0 Robert Lewandowski ('87 )

Bayern München gjörsamlega valtaði yfir Borussia Dortmund í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni.

Robert Lewandowski kom Bayern á bragðið eftir fimm mínútur og þegar fyrri hálfleikurinn var búinn var staðan 5-0 fyrir heimamenn. James Rodriguez, Thomas Muller og Franck Ribery skoruðu, ásamt því sem Lewandowski gerði annað mark sitt.

Þegar lítið var eftir af leiknum fullkomnaði Lewandowski síðan þrennu sína og gerði sjötta mark Bayern!

Lokatölur 6-0 fyrir Bayern, hreint út sagt ótrúleg niðurstaða. Bayern er á toppi deildarinnar með 17 stiga forystu og þarf bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér þýska meistaratitilinn. Dortmund er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Schalke.

Sjá einnig:
Þýskaland: Alfreð fjarri góðu gamni í markalausu jafntefli
Athugasemdir
banner
banner
banner