Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 31. mars 2018 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð fjarri góðu gamni í markalausu jafntefli
Stórleikur Bayern og Dortmund á eftir
Augsburg hefur saknað Alfreðs.
Augsburg hefur saknað Alfreðs.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Nagelsmann skoruðu sex mörk.
Lærisveinar Nagelsmann skoruðu sex mörk.
Mynd: Getty Images
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í hóp Augsburg sem gerði markalaust jafntefli við Bayer Leverkusen í deild þeirra bestu í Þýskalandi í dag.

Alfreð byrjaði að æfa á ný í vikunni en hann hefur verið frá síðustu vikurnar vegna kálfameiðsla.

Alfreð er með markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar og það er því skiljanlegt að Augsburg sakni hans. Liðið hefur verið í ákveðnum vandræðum án Alfreðs og mun væntanlega fagna því vel og innilega þegar hann snýr aftur.

Augsburg er í níunda sæti deildarinnar en í sætunum fyrir ofan eru Stuttgart og Hoffenheim. Stuttgart gerði 1-1 jafntefli við Hamburg í dag á meðan Hoffenheim valtaði yfir Köln.

Shalke lagði Freiburg 2-0 og er fjórum stigum á undan Dortmund í öðru sæti deildarinnar. Dortmund mætir Bayern München á eftir stórslag í þýska boltanum.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar úr þeim leikjum sem eru búnir í dag.

Hoffenheim 6 - 0 Koln
1-0 Serge Gnabry ('22 )
2-0 Serge Gnabry ('47 )
3-0 Marc Uth ('56 )
4-0 Lucas Rupp ('61 )
5-0 Marc Uth ('65 )
6-0 Steven Zuber ('72 )

Schalke 04 2 - 0 Freiburg
1-0 Daniel Caligiuri ('63 , víti)
2-0 Guido Burgstaller ('73 )
Rautt spjald: Nils Petersen, Freiburg ('66)

Bayer 0 - 0 Augsburg

Hannover 2 - 3 RB Leipzig
0-1 Emil Forsberg ('15 )
0-2 Willi Orban ('54 )
1-2 Salif Sane ('71 )
1-3 Yussuf Poulsen ('76 )
2-3 Niclas Fullkrug ('78 )

Stuttgart 1 - 1 Hamburger
0-1 Lewis Holtby ('18 )
1-1 Daniel Ginczek ('44 )

Leikir kvöldsins
Bayern 16:30 Borussia Dortmund
Hertha 18:30 Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner