Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 14. maí 2010 14:01
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn og Ívar Ingimars búnir að semja við Reading
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson hafa náð samkomulagi við Reading um nýjan eins árs samning við félagið.

Stefnt er að því að skrifa undir samningana í dag eða eftir helgi en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður þeirra við Fótbolta.net í dag.

Ívar og Brynjar hafa báðir leikið stórt hluverk hjá Reading undanfarin ár en Ívar er fyrirliði liðsins.

Ívar, sem er 32 ára varnarmaður, kom til Reading frá Wolves árið 2003 en hann lék einnig áður með Brentford á Englandi.

Brynjar Björn, sem er 34 ára varnar og miðjumaður, kom til Reading frá Watford árið 2005 en hann lék áður með Nottingham Forest og Stoke á Englandi.

Á nýliðnu tímabili lék Ívar 31 leik með Reading áður en hann meiddist en Brynjar Björn var einnig með sama leikjafjölda.

banner
banner