Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. október 2012 12:55
Daníel Freyr Jónsson
Aron Jóhannsson dregur sig úr landsliðinu
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn funheiti Aron Jóhannsson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna nárameiðsla.

Aron hefur skorað 11 mörk í síðustu sex leikjum með félagi sínu AGF í Danmörku og var því kallaður inn í landsliðið sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM.

Vefmiðillinn 433.is greinir frá því í morgun að Aron hafi átt við meiðsl í nára að stríða undanfarið og hefur hann því ákveðið að draga sig úr hópnum til að jafna sig af þeim.

Aron skoraði síðast í gær með AGF, en þá skoraði hann af vítapunktinum í 3-0 sigri á SonerjyskE í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann er markahæðsti leikmaður deildarinnar sem stendur og skrifaði hann í vikunni undir nýjan samning hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner