Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. mars 2018 10:30
Gunnar Logi Gylfason
Gula spjaldið fyrir að kvarta undan rasisma dregið til baka
Balotelli fékk gult fyrir að kvarta undan rasisma
Balotelli fékk gult fyrir að kvarta undan rasisma
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, fyrrum leikmaður liða á borð við Liverpool og Manchester City, varð fyrir barðinu á rasisma í leik með félagsliði sínu, Nice, gegn Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.

Balotelli talaði við Nicolas Rainville, dómara leiksins, eftir að hann klúðraði skoti og stuðningsmenn Dijon voru með rasíska tilburði í garð framherjans.

Dómarinn hjálpaði framherjanum ekki en gaf honum gult spjald sem var gríðarlega umdeilt.

LFP, sem sér um tvær efstu deildirnar í Frakklandi, tók þá ákvörðun að draga gula spjaldið til baka eftir að samtökin Football Against Racism hvöttu til þess.

Balotelli hefur verið iðinn við kolann á tímabilinu og hefur skorað 21 mark í 28 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner