Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 31. maí 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjóns rýnir í B-riðil: Barátta Portúgals og Íran
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum.
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlos Queiroz er þjálfari Íran, liði sem Heimir hefur trú á.
Carlos Queiroz er þjálfari Íran, liði sem Heimir hefur trú á.
Mynd: Getty Images
Ronaldo er besti leikmaðurinn í þessum riðli.
Ronaldo er besti leikmaðurinn í þessum riðli.
Mynd: Getty Images
Spánverjar eru með sterkt lið og Heimir telur að þeir vinni riðilinn og geti jafnvel farið alla leið.
Spánverjar eru með sterkt lið og Heimir telur að þeir vinni riðilinn og geti jafnvel farið alla leið.
Mynd: Getty Images
Það eru bara tvær vikur í að Heimsmeistaramótið í Rússlandi verður flautað á. Fótbolti.net hitar vel upp fyrir mótið og stendur fyrir spá. Spáin fyrir B-riðil hefur verið birt í heild sinni.

1. sæti. Spánn, 41 stig
2. sæti. Portúgal, 36 stig
3. sæti. Marokkó, 20 stig
4. sæti. Íran, 13 stig

Við höfum fengið nokkra sérfræðinga í að aðstoða okkur. Einn sérfræðingur mun líta yfir hvern og einn riðil á mótinu og tjá lesendum skoðun sína.

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er mikill áhugamaður um spænska boltann. Við fengum hann til að líta yfir B-riðilinn.

Í B-riðlinum eru Íran, Marokkó, Portúgal og Spánn.

Telur að Íran geti strítt stóru strákunum
Spámenn Fótbolta.net spá Íran neðsta sætinu í riðlinum en Heimir hefur meiri trú á Íran en Marokkó.

„Spánverjar og Portúgalir eru náttúrulega líklegri í að komast áfram, en ég held að Íran geti gert þessum liðum grikk. Carlos Queiroz er búinn að vera með þetta lið frá 2011, það eru ekki kannski stærstu nöfnin í bransanum að spila þarna en það er góð liðsheild og liðið er reynslunni ríkara frá HM 2014," sagði Heimir er hann var spurður út í riðilinn.

„Ég held að Spánverjarnir taki þennan riðil. Þeir eru með frábært fótboltalið og gríðarlega vel spilandi. Þeir halda boltanum frábærlega innan liðsins, eru sannalega bestir í því í heiminum í dag. Ég held að þeir klári þennan riðil og baráttan um annað sætið verður á milli Portúgal og Íran."

„Marokkó er með ágætis leikmannahóp, leikmenn sem eru að spila í góðum liðum í Evrópu, en ég hef því miður ekki trú á þeim í þessum riðli."

„Portúgalarnir enn hátt uppi"
Portúgal varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. Þeir munu ekki leika eitthvað svipað eftir að sögn Heimis.

„Ég hef ekki trú á því. Portúgalarnir eru enn hátt uppi eftir sigurinn á EM þó að liðin séu tvö ár. Þeir gætu farið upp úr riðlinum en fara ekki mikið lengra en það. Fernando Santos (þjálfari Portúgal) kann samt greinilega öll fræðin í bókinni."

„Portúgalarnir gætu komist upp úr riðlinum en detta út fljótlega eftir það," segir Heimir.

Í liði Portúgals er maður að nafni Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hversu góður verður hann í Rússlandi?

„Ronaldo er náttúrulega stórkostlegur leikmaður. Hann spilar ekki alltaf vel, en er stórkostlegur. Hann skorar glæsileg mörk, oft góð mörk bæði eftir fyrirgjafir og annað. Hann er frábær skotmaður og góður einn og einn. Sól hans mun rísa hæst í riðlakeppninni, en eftir riðlakeppnina mun hún fara dvínandi."

Vonast eftir skemmtilegu móti og sóknarleik
Spánverjar eru eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þeir urðu Heimsmeistarar fyrir átta árum síðan í Suður-Afríku. Heimir er á því að þeir geti hampað bikarnum í lok móts.

„Spánverjar eru með nógu gott lið til að fara alla leið en það eru margir um hituna. Ég vona bara að þetta verði skemmtilegt mót og það verði boðið um sóknarleik. Það er aðalmálið," sagði Heimir að lokum, en hann er að gera frábæra hluti í Færeyjum. Hans lærisveinar eru búnir að vinna 12 leiki í röð í öllum keppnum.

Sjá einnig:
Elísabet rýnir í A-riðil: Eiga ekki séns án Salah
Athugasemdir
banner