Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 31. maí 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: B-riðill - 1. sæti
Spánn
Spánverjar urðu Heimsmeistarar fyrir átta árum. Þeir eru á meðal sigurstranglegustu liða í sumar.
Spánverjar urðu Heimsmeistarar fyrir átta árum. Þeir eru á meðal sigurstranglegustu liða í sumar.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui er landsliðsþjálfari.
Julen Lopetegui er landsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
De Gea er besti markvörður í heimi í dag.
De Gea er besti markvörður í heimi í dag.
Mynd: Getty Images
Iniesta er enn í spænska landsliðinu, 34 ára gamall.
Iniesta er enn í spænska landsliðinu, 34 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Aspas ,,floppaði
Aspas ,,floppaði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og heldur hún áfram í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spána.

Smelltu hér til að skoða spánna fyrir A-riðil.

Í dag er það B-riðillinn sem augun beinast að og nú er komið að liðinu sem er spáð efsta sæti þar, en það eru Spánverjar.

Í B-riðli spila nágrannaþjóðirnar Spánn, Portúgal og Marokkó, ásamt Írönum.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir B-riðil:

1. sæti. Spánn, 41 stig
2. sæti. Portúgal, 36 stig
3. sæti. Marokkó, 20 stig
4. sæti. Íran, 13 stig

Staða á heimslista FIFA: 8.

Um liðið: Spánverjar urðu Evrópumeistarar 2008, Heimsmeistarar 2010 og aftur Evrópumeistarar 2012. Síðustu tvö stórmót hafa hins vegar ekki verið góð og datt liðið úr leik í riðlakeppninni á HM fyrir fjórum árum. Það er kominn nýr þjálfari í brúnna og Spánverjar eru á meðal sigurstranglegustu liða í sumar.

Þjálfarinn: Nýi þjálfarinn heitir Julen Lopetegui. Hann er að fara inn í sitt fyrsta stórmót með spænska liðið eftir að hafa tekið við liðinu af Vicente Del Bosque. Del Bosque náði mögnuðum árangri, en það hægðist aðeins á undir restina. Nú á Lopetegui að koma liðinu aftur í gang og á helst að koma heim með titilinn.

Lopetegui er ekki endilega þekktasta nafnið í bransanum, hann er 51 árs að aldri. Hann er uppalinn í akademíu Real Madrid en lék lengst af með Logroñés og Rayo Vallecano á sínum leikmannaferli, sem markvörður. Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað yngri landslið Spánar með góðum árangri, en áður en hann tók við aðallandsliðinu var hann að þjálfa Porto.

Hann tók við Spáni eftir EM fyrir tveimur árum, en undir hans stjórn hefur liðið ekki enn tapað fótboltaleik.

Sjá einnig:
Spánverjar framlengja við þjálfarann fyrir HM

Árangur á síðasta HM: Féllu úr leik í riðlakeppninni.

Besti árangur á HM: Heimsmeistarar árið 2010.

Leikir á HM 2018:
15. júní, Portúgal - Spánn (Sochi)
20. júní, Íran - Spánn (Kazan)
25. júní, Spánn - Marokkó (Kalíníngrad)

Af hverju Spánn mun gæti unnið leiki: Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Spánverjum. Þeir eru með besta markvörð heims í rammanum fyrir framan sterka varnarlínu, magnað miðvarðarpar og flotta bakverði. Fyrir framan eru gríðarlega hæfileikaríkir leikmenn. Spánverjar hafa allt til brunns að bera.

Lopetegui spilar nokkuð svipaðan bolta og liðið gerði á gullaldarárunum, frá 2008 til 2012. Það reyndist vel þá og hefur virkað vel síðustu tvö árin. Já, það er hægt að segja marga jákvæða hluti um þetta spænska lið.

Af hverju Spánn gæti tapað leikjum: Leikmennirnir á miðjusvæðinu, Andres Iniesta, Busquets, og David Silva eru komnir aðeins á aldur og það er spurning hvernig líkamlegt stand þeirra verður á mótinu, hvernig þeir verða þegar líður á leiki. Busquets, 29 ára, var eilítið að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins

Spánverjar munu hafa boltann mikið, en þeir verða að breyta því í mörk. Hver verður framherji númer eitt? Morata er ekki með og það er í óvissu hver verður framherji númer eitt. Iago Aspas, Diego Costa og Rodrigo eru í baráttu. Það væri þægilegt fyrir Spán að hafa framherja sem getur fært liðinu mörk frá fyrsta degi á HM, en Diego Costa er klárlega góður kandídat í það.

Stjarnan: David de Gea. Besti markvörður í heimi þegar þessi frétt er skrifuð. Hefur unnið leiki fyrir Manchester United upp á eigin spýtur síðustu árin. Hann þarf líklega ekki að hafa eins mikið fyrir hlutunum í spænska landsliðiðinu, en það er gott fyrir þá að treysta á mann eins og De Gea.

Hefur burði til þess að vera besti maður mótsins ef Spánn fer langt í keppninni.

Fylgstu með: Iago Aspas fær þennan titil. Leikmaður sem „floppaði" hjá Liverpool á sínum tíma en hefur verið frábær fyrir Celta Vigo og er búinn að vinna sér sæti í spænska landsliðinu. Hann mögulega byrjar í fyrsta leik gegn Portúgal.

Annar leikmaður sem gæti stolið senunni er Marco Asensio, leikmaður Real Madrid. Hann er aðeins 22 ára og er gríðarlega hæfileikaríkur fótboltamaður. Það hversu margar mínútur hann fær er óvíst, en ef hann fær þær nokkrar þá er hann til alls líklegur.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-3-3): David De Gea; Dani Carvajal, Sergio Ramos, Gerard Pique, Jordi Alba; Sergio Busquets, Thiago, Andres Iniesta; David Silva, Iago Aspas, Isco.

Leikmannahópurinn:
Spánverjar hafa valið 23 manna hóp sinn. Þeir skildu eftir heima mörg stór nöfn.

Markverðir: Pepe Reina (Napoli), David de Gea (Manchester United), Kepa Arrizabalaga (Athletic Bilbao)

Varnarmenn: Nacho Fernandez, Sergio Ramos, Dani Carvajal (allir hjá Real Madrid), Gerard Pique, Jordi Alba (báðir FC Barcelona), Alvaro Odriozola (Real Sociedad), Nacho Monreal (Arsenal), Cesar Azpilicueta (Chelsea)

Miðjumenn: Andres Iniesta, Sergio Busquets (báðir hjá FC Barcelona), Saul Niguez, Koke (báðir hjá Atletico Madrid), Isco, Marco Asensio (báðir hjá Real Madrid), Thiago Alcantara (Bayern Munich), David Silva (Manchester City)

Sóknarmenn: Iago Aspas (Celta Vigo), Rodrigo (Valencia), Diego Costa (Atletico Madrid), Lucas Vazquez (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner