Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 28. maí 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet rýnir í A-riðil: Eiga ekki séns án Salah
Spáir Rússlandi og Úrúgvæ upp úr riðlinum
Elísabet Gunnarsdóttir rýnir í A-riðil Heimsmeistaramótsins.
Elísabet Gunnarsdóttir rýnir í A-riðil Heimsmeistaramótsins.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet telur að heimamenn frá Rússlandi fari áfram, en detti strax út í 16-liða úrslitum.
Elísabet telur að heimamenn frá Rússlandi fari áfram, en detti strax út í 16-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Salah meiddist á laugardag og gekk grátandi af velli. Óvíst er með þáttöku hans á HM þó hann sé sjálfur vongóður.
Salah meiddist á laugardag og gekk grátandi af velli. Óvíst er með þáttöku hans á HM þó hann sé sjálfur vongóður.
Mynd: Getty Images
Það er rúmar tvær vikur í að Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefjist. Fótbolti.net stendur fyrir spá fyrir mótið og byrjaði hún að rúlla í dag. Spáin fyrir A-riðil hefur verið birt í heild sinni.

Spá Fótbolta.net fyrir A-riðil:
1. sæti. Úrúgvæ, 40 stig
2. sæti. Egyptaland, 29 stig
3. sæti. Rússland, 26 stig
4. sæti. Sádí-Arabía, 15 stig

Við höfum fengið nokkra sérfræðinga í að aðstoða okkur. Einn sérfræðingur mun líta yfir hvern og einn riðil á mótinu og tjá lesendum skoðun sína.

Að þessu sinni er það Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Hún fékk það verkefni að líta yfir A-riðilinn þar sem heimamenn í Rússlandi koma til með að leika ásamt Egyptalandi, Úrúgvæ og Sádí-Arabíu.

Telur að Rússari fari áfram
„Ég er sannfærð um að Úrúgvæ og Rússland taka efstu tvö sætin," segir Elísabet en samkvæmt spánni sem birt var í dag eru það Úrúgvæ og Egyptaland sem munu fara upp. Því er Elísabet ekki sammála, hún telur að heimamenn, Rússar fari frekar upp úr honum á kostnað Egyptalands.

„Ég sé fyrir mér að Úrúgvæ og Rússland vinni sína leiki og spila síðasta leikinn sem úrslitaleik um fyrsta sætið. Ég held að Úrúgvæ vinni riðilinn á sannfærandi hátt, Egyptland gæti strítt eitthvað í þessum riðli en ég held að Sádí-Arabía ríði ekki feitum hesti frá riðlakeppninni."

Rússar eru auðvitað á heimavelli á mótinu. Elísabet telur að það komi til með að hjálpa þeim mikið.

„Já, ég held að það muni hjálpa heilmikið. Rússneska stoltið mun fleyta þeim upp úr riðlinum með heimafólkið gargandi í stúkunni," segir Elísabet.

„Tárin um eitthvað meira en Meistaradeildina"
Í riðlinum má finna nokkra hörkufótboltamenn, þar á meðal Luis Suarez, framherja Barcelona. En besti leikmaður þessa riðils, miðað við gengi að undanförnu, er Mohamed Salah frá Egyptaland.

Salah var magnaður með Liverpool á tímabilinu og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili í deildinni. Hann meiddist hins vegar síðastliðinn laugardag í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir viðskipti sín við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid. Salah gekk grátandi af velli og er möguleiki á því að þessi meiðsli hindri þáttöku hans á HM. Það yrði gífurlegt áfall fyrir Egypta enda er hann þeirra langbesti maður.

„Þetta leit alls ekki vel út í úrslitaleiknum á laugardag. Tárin höfðu nú ekki bara með Meistaradeildina að gera. Hann hlýtur að hafa hugsað töluvert um HM á þessum tímapunkti. Egyptar eiga ekki séns án Salah ég ætla að fullyrða það."

„Eins áður segir þá held ég að Úrúgvæ og Rússland fari áfram, þó ég myndi samt vilja sjá Egyptaland og Salah áfram. Ég held að Rússland detti út strax í útsláttarkeppninni en Úrúgvæ gæti farið alla leið í undanúrslit keppninnar," sagði Elísabet að lokum.
Athugasemdir
banner