Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 30. maí 2018 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Heimir og Brynjar á leið í úrslitaleikinn
Þessi er að gera geggjaða hluti.
Þessi er að gera geggjaða hluti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það stoppar fátt lærisveina Heimis Guðjónssonar í færeyska liðinu HB þessa daganna, eiginlega ekkert stoppar liðið.

HB fékk AB í heimsókn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum færeysku bikarkeppninnar í dag.

HB sigraði leikinn 2-0, en bæði mörk liðsins komu á fyrstu 20 mínútunum. Magnus Egilsson skoraði það fyrra á 13. mínútu og nokkrum mínútum síðar bætti Jógvan Skeel Nolsøe við öðru marki.

Þar við sat og góður sigur HB staðreynd. Þetta er 12. sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Liðið er á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar, en HB hefur verið að ná mögnuðum árangri undir stjórn Heimis eftir að hafa verið í mikilli lægð síðustu ár.

Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB í dag, en seinni leikur HB og AB verður 12. júní næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner