Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frítt inn á Fram - Vestri á sunnudaginn
Úr Dal draumanna.
Úr Dal draumanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin er að hefjast á morgun þegar Víkingur R. og Stjarnan mætast í opnunarleiknum. Annar leikur deildarinnar verður í hádeginu á sunnudag þegar Fram tekur á móti nýliðum Vestra.

Fram stefnir á að fylla stúkuna í fyrsta leiknum og verður áhorfendum boðið að mæta frítt á völlinn.

Lambhagi er nýr stuðningsfulltrúi Fram og ber völlurinn í Úlfarsárdalnum nú nafnið Lambhagavöllurinn.

„Við Framarar tökum að sjálfsögðu vel á móti þeim og stefnan er sett á að fylla stúkuna og helst rúmlega það. Vinir okkar í Lambhaga ætla að fagna með okkur með því að bjóða öllum FRÍTT á leikinn!" segir í tilkynningu Fram.

„Þetta verður alvöru. Nú mætum við öll og við mætum í bláu, fáum okkur hamborgara, kaupum nammi og drykk, hæfævum nágranna og vini, öskrum okkar menn áfram og höldum alvöru partý."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner