Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ný landsliðstreyja Íslands frumsýnd á eftir
Icelandair
Glódís Perla og Alexandra í nýju heimatreyjunni.
Glódís Perla og Alexandra í nýju heimatreyjunni.
Mynd: KSÍ
Ísland spilar við Pólland á eftir í undankeppni Evrópumótsins 2025. Er þetta fyrsti leikur Íslands í nýrri undankeppni.

Leikurinn á eftir er sá fyrsti sem íslenskt landslið spilar í nýjum búningi en sá búningur var kynntur núna um páskana. Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér
Leikurinn hefst klukkan 16:45 og er á Kópavogsvelli, en uppselt er á leikinn. Ástæðan fyrir því að leikurinn er svona snemma er sú að flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA.

„Þetta er örugglega ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér. Ég held að það væri örugglega betra ef það væri spilað seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn. En ég held að við séum aftur komin í þessa UEFA staðla og ég nenni eiginlega ekki að halda áfram að ræða það. Þetta þarf bara að vera betra og þá værum við vonandi að spila undir flóðljósunum um kvöld með fulla stúku. Það er það sem maður vill," sagði Glódís en leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner