Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
banner
   fös 05. apríl 2024 15:37
Elvar Geir Magnússon
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Núna er alvaran að byrja og undirbúningurinn breytist. Þetta verður hörkudeild, ég held að deildin sé á frábærum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi Vals í dag.

Valsmenn eiga leik gegn ÍA á sunnudaginn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hvernig finnst Gylfa gæðin hafa verið í þeim leikjum sem hann hefur spilað á undirbúningstímabilinu?

„Ég held að gæðin miðað við aðstæður hafi verið mjög góð. Það var náttúrulega skítakuldi og völlurinn hálf frosinn, samt allt í lagi. Ef við horfum á okkar hóp erum við með fullt af góðum leikmönnum og ég er að njóta þess mjög vel að spila með þeim."

Gylfi lék 45 mínútur gegn Víkingi í meistarar meistaranna, hvað er hann tilbúinn að spila mikið á sunnudaginn?

„Það er undir Adda (Arnari Grétarssyni þjálfara) komið hversu mikið ég spila. Ég get alltaf spilað eins mikið og mögulegt er, en þetta hefur verið gert skynsamlega varðandi spiltímann hingað til. Það er hægt og rólega verið að bæta við álagið á mér. Ég kom vel út úr leiknum síðast."

Valur og ÍA mættust nýlega í Lengjubikarnum og þar réðust úrslitin í vítakeppni, gefur sá leikur vísbendingu um hvernig leik við fáum á sunnudaginn?

„Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði mjög svipaður og leikurinn sem við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum. Þeir sýndu að þeir eru öflugir sem lið og sterkir varnarlega," segir Gylfi sem býst við hörkuleik á sunnudag.

Í spilaranum má sjá viðtal sem Gylfi veitti Fótbolta.net eftir fréttamannafundinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner