Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
banner
   fös 05. apríl 2024 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís elskar Kópavogsvöll - „Langaði að skora líka og vera með í þessari veislu"
Icelandair
Sveindís fagnar marki í kvöld.
Sveindís fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það gekk vel hjá okkur í dag, 3-0 er alltaf frábær sigur. Þetta er frábært veganesti með okkur út til Þýskalands," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, eftir frábæran sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Sveindís er heldur betur búin að spila vel í undanförnum leikjum Íslands, eftir að hún sneri til baka úr erfiðum meiðslum. Hún var frábær í síðasta leik á móti Serbíu og átti svo annan stórleik í dag. Hún skoraði bæði og lagði upp í þessum leik.

„Það er alltaf gaman þegar það er nóg að gera. Ég er mjög sátt með þennan leik," sagði Sveindís en hún gerði þriðja mark Íslands og var það afar laglegt.

„Mig langaði að skora líka og vera með í þessari veislu."

Í stúkunni var ganverskur fáni en móðurætt Sveindísar er frá Gana. „Þetta var mín fjölskylda, það fór ekki framhjá neinum. Það var ótrúlega gaman að sjá svona marga í stúkunni. Við fílum það greinilega að spila á Kópavogsvelli. Mér finnst mjög gaman að spila hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner