Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland vann endurkomusigur í riðli Íslands - Spánn valtaði yfir Belgíu
Klara Buhl skoraði tvö fyrir Þjóðverja
Klara Buhl skoraði tvö fyrir Þjóðverja
Mynd: EPA
Salma Paralluelo skoraði þrennu fyrir Spán
Salma Paralluelo skoraði þrennu fyrir Spán
Mynd: EPA
Undankeppnin fyrir Evrópumót kvenna var í fullum gangi í kvöld og var eitthvað minna um óvænt úrslit.

Þýskaland, sem er í riðli með Íslandi, vann magnaðan 3-2 endurkomusigur á Austurríki.

Eileen Campbell kom Austurríki í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu mínútum leiksins en Klara Buhl náði að minnka muninn á mikilvægu augnabliki undir lok fyrri hálfleiks.

Það gaf Þjóðverjum von fyrir síðari hálfleikinn. Buhl jafnaði metin snemma í þeim síðari áður en Giulia Gwinn gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar hálftími var til leiksloka.

Ísland og Þýskaland eigast við á þriðjudag en leikurinn fer fram í Þýskalandi. Liðin leika í riðli 4 í A-deild.

Heimsmeistarar Spánar unnu sannfærandi 7-0 sigur á Belgíu í riðli 2 þar sem Salma Paralluelo skoraði þrennu. Esther Gonzalez Rodriguez, leikmaður Gotham í Bandaríkjunum, gerði tvö mörk fyrir gestina.

Í sama riðli vann Danmörk 3-1 sigur á Tékklandi. Í riðli 1 vann Noregur 4-0 sigur á Finnlandi á meðan Ítalía lagði Holland að velli, 2-0.

England og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í riðli 3. Alessia Russo skoraði mark Englendinga á 24. mínútu en Fridolina Rolfö, leikmaður Barcelona, jafnaði fyrir Svía á 64. mínútu.

Frakkar unnu Íra, 1-0, í sama riðli þökk sé marki Marie-Antoinette Katoto.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner