Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Vonandi höldum við því áfram
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
David Raya átti svakalega vörslu í leiknum
David Raya átti svakalega vörslu í leiknum
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Mikel Arteta í Arsenal héldu hreinu í fimmta útileiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann Brighton, 3-0, á Amex-leikvanginum í kvöld.

Arteta virðist hafa fundið réttu blönduna þetta tímabil og verður erfitt að að sjá liðið tapa leik á lokakaflanum.

Sjálfstraust liðsins er gríðarlegt og vann það bara nokkuð þægilegan sigur gegn liði sem hafði aðeins tapað einum leik á heimavelli áður en liðin mættust í kvöld.

„Þetta var rosalega erfitt og þeir höfðu ekki tapað hér síðan í ágúst. Það er erfitt að spila gegn þessu liði því það spyr þig svo margra spurninga, en við vorum þroskaðir og klókir í þessum leik.“

„Ég sá stóra frammistöðu einstaklinga, bæði í vörn og sókn. Við klúðruðum nokkrum dauðafærum en liðið virkaði vel tengt og ætlaði sér hlutina. Síðasta sendingin og skotið þegar við vorum að klára sóknir hefði mátt vera betra, en það skiptir ekki máli þar sem við héldum bara áfram. Ég er mjög ánægður með þetta.“


Arsenal heldur haldið hreinu í síðustu fimm útileikjum liðsins og vonar Arteta að það haldi áfram.

„Það er mjög gott og er risastór plús. Við verðum að halda því áfram.“

David Raya varði frábærlega frá Julio Enciso undir lok fyrri hálfleiks, alger sjónvarpsmarkvarsla og var Arteta auðvitað ánægður með það.

„Það var leikmaður sem var ekki á vellinum, held að það hafi verið William Saliba. Þeir keyrðu hratt á okkur, en þetta er ástæðan fyrir því að þú þarft markvörðinn til að verja á réttum tímapunkti,“ sagði hann í lokin.

Arsenal er á toppnum með 71 stig, að minnsta kosti út þetta kvöld, en Liverpool getur endurheimt toppsætið með sigri á Manchester United á Old Trafford á morgun.
Athugasemdir
banner