Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Leó skoraði og fékk rautt - Birkir hafði betur gegn Hirti
Daníel Leó var allt í öllu
Daníel Leó var allt í öllu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birkir hafði betur gegn Hirti
Birkir hafði betur gegn Hirti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson átti viðburðaríkan dag í dönsku B-deildinni í dag en hann skoraði og fékk rautt í 2-0 sigri SönderjyskE á Höbro.

Daníel Leó skoraði eina mark SönderjyskE í fyrri hálfleiknum. Heimamenn fengu aukaspyrnu sem barst inn í teiginn og tókst Daníel að stýra boltanum í netið.

Strax í byrjun síðari hálfleiks fékk hann að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök því SönderjyskE bætti við öðru marki tólf mínútum síðar og þar við sat.

Kristall Máni Ingason var einnig í byrjunarliði SönderjyskE og var öflugur í sóknarleiknum. Atli Barkarson var í vörn liðsins. SönderjyskE er í öðru sæti meistarariðilsins með 52 stig, tveimur frá toppliði Álaborgar.

Ari Leifsson og Davíð Ingvarsson voru báðir í byrjunarliði Kolding sem vann sannfærandi 4-0 sigur á Fredericia. Davíð fór af velli í hálfleik.

Kolding er í 4. sæti með 37 stig.

Birkir BJarnason og Hjörtur Hermannsson komu báðir inn af bekknum er Brescia vann 3-1 sigur á Pisa. Birkir kom inn á 75. mínútu í lið Brescia en Hjörtur mínútu síðar í liði Pisa. Brescia er í 7. sæti ítölsku B-deildarinnar með 45 stig en Pisa í 10. sæti með 40 stig.

Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro sem tapaði fyrir Sandviken í sænsku B-deildinni, 2-1. Oskar Sverrisson byrjaði hjá Varberg sem tapaði fyrir Öster, 2-1. Þorri Mar Þórisson var ónotaður varamaður hjá Öster. Öster er með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina, en Örebro og Varberg eru án stiga.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton Wanderers sem vann Bristol Rovers, 2-0, í ensku C-deildinni. Bolton er í 3. sæti með 81 stig og í harðri baráttu við Derby County um að komast beint upp í B-deildina. Derby er í öðru með 82 stig.

Samúel Kári Friðjónsson var í liði Atromitos sem gerði 1-1 jafntefli við Panserraikos í grísku úrvalsdeildinni. Hann fór af velli í hálfleik en Atromitos er í 8. sæti deildarinnar með 33 stig.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum undir lok leiks er Álasund vann 3-1 sigur á Start í norsku B-deildinni. Álasund er með 4 stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner