Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 06. apríl 2024 13:30
Aksentije Milisic
England: De Bruyne magnaður í sex marka leik á Selhurst
Mynd: Getty Images
Grealish lagði upp.
Grealish lagði upp.
Mynd: EPA

Crystal Palace 2 - 4 Manchester City
1-0 Jean-Philippe Mateta ('4 )
1-1 Kevin De Bruyne ('13 )
1-2 Rico Lewis ('47 )
1-3 Erling Haland ('66 )
1-4 Kevin De Bruyne ('70 )
2-4 Odsonne Edouard ('86)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þá áttust við Crystal Palace og Manchester City á Selhurst Park í London.


Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir snemma leiks þegar Jean-Phillippe Mateta skoraði með skoti í stöngina og inn eftir skyndisókn. Stuttu síðar jafnaði Belginn Kevin De Bruyne metin með frábæru skoti en kappinn var óstöðvandi í dag.

Staðan var jöfn í hálfleik en Man City gekk frá leiknum í þeim síðari. Hinn ungi Rico Lewis skoraði mark af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiksins og eftir um klukkutíma leik komst Erling Haaland á blað með marki af stuttu færi eftir stoðsendingu frá De Bruyne.

De Bruyne var ekki hættur en hann skoraði sjálfur á 70. mínútu með góðu skoti eftir sendingu frá Rodri en Odsonne Edouard náði að laga stöðuna fyrir heimamenn með marki undir lok leiks.

Gífurlega mikilvægur sigur City staðreynd en liðið hefur nú jafnað Liverpool að stigum á toppi deildarinnar. Liverpool mætir Manchester United á morgun en Arsenal heimsækir Brighton á eftir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner