Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jakob Franz Pálsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiri stemningsmaður en útlitið gefur til kynna,
Meiri stemningsmaður en útlitið gefur til kynna,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningsmaður.
Stemningsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Aron Ingi í Val?
Aron Ingi í Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
 Á eftir að mæta honum í leik
Á eftir að mæta honum í leik
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ben Doak.
Ben Doak.
Mynd: EPA
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 1. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Jakob er varnarmaður sem spilað hefur sem hægri bakvörður og svo miðvörður á sínum ferli. Hann kom til Vals frá Venezia í vetur eftir að hafa leikið á láni með KR á síðasta tímabili. Hann er uppalinn í Þór og á að baki 29 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann kom við sögu í 25 deildarleikjum með KR í fyrra.

Í dag sýnir Jakob á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jakob Franz Pálsson

Gælunafn: Kobbi eða JJ

Aldur: 21

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Sumarið 2019 á móti Fram. Man ekkert eftir leiknum ef ég á að vera hreinskilinn en Gregg Ryder gaf mér debutið

Uppáhalds drykkur: Ljósblái Collabinn

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Ég er á Aygo eins og staðan er núna

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já hlutabréf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The boys

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone eða Travis Scott nýlega

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið og New Heights

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Tryggvi Snær er rosalegur inná X-inu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Nenniru að sækja mig” frá konunni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA er augljósa svarið

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ben Doak í æfingarleik á móti u21 Skotlandi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Aðalsteinn Pálsson úr yngri flokkum Þórs.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Á eftir að mæta honum í leik en hef spilað með honum áður og það er Ragnar Óli Ragnarsson

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi minn

Sætasti sigurinn: Endurkomusigurinn í fyrra á móti Blikum á meistaravöllum

Mestu vonbrigðin: Komast ekki á EM með U19

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Aron Ingi úr Þór alvöru gæði var unplayable í Lengjubikarnum

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Egill Orri Arnarsson og Sædís Rún Heiðarsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Benoný Breki ekkert eðlilega huggulegur andskoti

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Engin

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi, by a mile

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Stefán Þór Ágústsson, alvöru padda í þeim gæja

Uppáhalds staður á Íslandi: Þorpið 603

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Braut tönn í fyrsta leiknum mínum fyrir Venezia eftir 20 mín

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í vinstri skóinn og reima hann fyrst

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og NFL

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Danskan var ekki mitt fag

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígsla Vals.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Hilmir Rafn, Kristófer Jóns og Bjarni Guðjón. Hilla til að halda stemningunni uppi og Kristó og Bjarna til að lifa af.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri ekkert eðlilega til í að sjá Birkir Má í Survivor eða annars er bara Adam Páls augljósa svarið að fara í hvaða raunveruleikaþátt sem er.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef unnið bikar á “golfmóti”

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gísli Laxdal meiri stemningsmaður en útlitið gefur til kynna

Hverju laugstu síðast: Sjálfum mér að minnka skjátímann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Eiganda Serrano hvort ég gæti fengið spons frá þeim
Athugasemdir
banner
banner
banner