Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfram leikur VAR Wolves grátt - „Ein versta ákvörðun sem ég hef orðið vitni að"
Ekki sáttur og lætur fjórða dómarann í gær vita.
Ekki sáttur og lætur fjórða dómarann í gær vita.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úlfarnir héldu að þeir væru búnir að jafna leikinn gegn West Ham á níundu mínútu uppbótartíma í gær en mark Max Kilman var dæmt af.

Í VAR-skoðun var metið að Tawanda Chirewa hefði truflað Lukasz Fabianski, markvörð West Ham, með staðsetningu sinni og með því komið í veg fyrir að Fabianski gæti varið.

Gary O'Neil, stjóri Wolves, hefur mikið talað um VAR í vetur, Úlfarnir hafa fengið ófá atvik á móti sér.

Tony Harrington dómari leiksins fór í VAR-skjáinn eftir ósk VAR-dómara og ákvað í kjölfarið að dæma markið af. Lokatölur urðu 1-2 fyrir West Ham.

Nokkrir starfsmenn og leikmenn Úlfanna fengu gul spjöld fyrir mótlæti eftir að leiknum lauk. O'Neil hins vegar strunsaði inn göngin þar sem hann hefði fengið sitt þriðja gula spjald ef hann hefði mótmælt og komið sér þannig í leikbann.

Í viðtali við Sky Sports lét hann hins vegar gamminn geisa.

„Það er skoðun mín, skoðun David Moyes og skoðun Fabianski að það sé skandall að dæma þetta mark af, hneyksli. Hræðilegt. Ég skil þetta ekki," sagði stjórinn.

„Ég get ekki ímyndað mér hver ástæðan fyrir þessu er. Þetta er ein versta ákvörðun sem ég hef orðið vitni að. Hræðileg ákvörðun því eina sem hann gæti haft áhrif er hvort Fabianski geti hreyft sig eða ekki, og það er ekki staðan. Fabianski getur klárlega séð boltann með því að horfa yfir Tawanda."

„Nei ég var ekki nógu rólegur til að fara til dómarans og biðja um ástæðu. Hann er í raun ekki með neina ástæðu og útskýring hjálpar okkur ekki. Það eru allir á því að þetta sé hræðileg ákvörðun."

„Vel skólaður úrvalsdeildardómari horfir á skjá með hægar endursýningar en nær samt að taka ranga ákvörðun. Ég er samt viss um að hann hafi ekki gert það viljandi."

„Þetta er orðið svo pirrandi með dómgæsluna,"
sagði O'Neil. Sky Sports fjallar um fjögur stór atvik fyrr á þessu tímabili sem hafa farið á móti Wolves og má lesa um það hér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner