Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 18:18
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fylkis og KR: Orri Hrafn og Aron Sig byrja - Benoný Breki ekki í hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í kvöld klukkan 19: 15 fer fram leikur Fylkis og KR í 1. umferð Bestu deildarinnar, leikurinn fer fram á heimavelli Fylkis á Würth vellinum. Það er tæp klukkustund í að leikurinn byrjar og byrjunarliðin voru að detta í hús.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Það var búið að ræða mikið hvort Benedikt Daríus myndi ná að byrja í kvöld en hann byrjar fyrir Árbæinga. Orri Hrafn sem er nýkomin á lán heim í Árbæinn frá Val byrjar í kvöld. Þá mun danski miðjumaðurinn Matthias Præst Nielsen þreyta frumraun sína í Bestu deildinni í kvöld með Fylkismönnum.

Gregg Ryder, þjálfari KR, stillir upp feykisterku liði í sínum fyrsta Bestu deilarleik með KR. Það var mikið búið að ræða og rita hvort Aron Sig myndi byrja í kvöld vegna meiðsla. En framherjinn er í byrjunarliðinu sem eru frábærar fréttir fyrir KR-inga. Hins vegar er enginn Benoný Breki í hóp KR en það var einnig vitað fyrir leik að hann væri tæpur. Þá byrja nýju leikmennirnir Axel Óskar og Alex Þór í kvöld.


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
22. Ómar Björn Stefánsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Aron Sigurðarson
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
Athugasemdir
banner
banner
banner