Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 18:39
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea tapaði stigum gegn botnliðinu
Oli McBurnie skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma
Oli McBurnie skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 2 - 2 Chelsea
0-1 Thiago Silva ('11 )
1-1 Jayden Bogle ('32 )
1-2 Noni Madueke ('66 )
2-2 Oliver McBurnie ('90 )

Botnlið Sheffield United bjargaði stigi á dramatískan hátt er liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea fékk draumabyrjun. Hornspyrna Conor Gallagher rataði fyrir fæturnar á Thiago Silva sem skoraði á 11. mínútu leiksins, en hann er elsti markaskorarari í sögu Chelsea.

Heimamenn ætluðu að leggjast niður í grasið og grenja yfir því og sást að þeir voru ákveðnir í að komast aftur inn í leikinn. Hakan fór ekki í gólfið þegar Jayden Bogle setti boltann upp við nærstöng eftir laglega stungusendingu Gustavo Hamer á 32. mínútu.

Sheffield United var líklegra til að bæta við en Chelsea til að svara fyrir þetta mark.

Chelsea tókst að stilla saman strengi í hálfleik og kom sér síðan aftur í forystu á 66. mínútu er Cole Palmer fann Noni Madueke, sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið.

Gestirnir gátu lokað leiknum endanlega og naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki gert það því undir lok leiksins jafnaði Oli McBurnie eftir skallatennis í teignum. Boltinn datt fyrir McBurnie sem skoraði og tryggði botnliðinu stig.

Glæsilegur karakter hjá Sheffield United en ekki hægt að segja það sama um Chelsea sem er í 9. sæti með 44 stig á meðan United er á botninum með aðeins 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner