Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Frábær leikur á Old Trafford - Bæði liðin líklega ósátt með niðurstöðuna
Mainoo kemur United í 2-1. Fyrsta markið hans á Old Trafford.
Mainoo kemur United í 2-1. Fyrsta markið hans á Old Trafford.
Mynd: EPA
Díaz kom Liverpool í 0-1.
Díaz kom Liverpool í 0-1.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes eftir að hafa jafnað leikinn.
Bruno Fernandes eftir að hafa jafnað leikinn.
Mynd: EPA
Manchester Utd 2 - 2 Liverpool
0-1 Luis Diaz ('23 )
1-1 Bruno Fernandes ('50 )
2-1 Kobbie Mainoo ('67 )
2-2 Mohamed Salah ('84 , víti)

Stórleikur umferðarinnar fór fram á Old Trafford í dag þegar heimamenn tóku á móti Liverpool.

Liverpool var með algjöra yfirburði fram á 50. mínútu. Luis Díaz kom Liverpool yfir á 23. mínútu með marki eftir hornspyrnu og Liverpool hefði getað bætt við fleiri mörkum áður en hálfleikurinn kláraðist, yfirburðirnir voru miklir. Það gerðist hins vegar ekki og staðan því 0-1 í hálfleik.

Á fimmtu mínútu seinni hálfleiks gáðu Jarrel Quansah, leikmaður Liverpool, ekki að sér þegar hann ætlaði sér að gefa boltann Virgil van Dijk á miðjum vellinum. Bruno Fernandes las sendinguna, komst í boltann og lét vaða úr miðjuhringnum og jafnaði með fyrsta skoti United í leiknum, glæsilegt skot og ekkert sem Caoimhin Kelleher í marki Liverpool gat gert.

Ungi miðjumaðurinn Kobbie Mainoo kom svo United yfir á 67. mínútu þegar hann smurði boltann í fjærhornið með skoti utarlega úr teignum. Tvö glæsileg mörk og United komið yfir.

Liverpool gafst hins vegar ekki upp og vann Harvey Elliott vítaspyrnu þegar Aaron Wan-Bissaka gerði barnaleg mistök og fór í Elliott inni í vítateig United. Mo Salah steig á punktinn og gerði allt rétt, setti boltann til vinstri á meðan Andre Onana fór í hitt hornið.

Fleiri urðu mörkin ekki og því fá bæði lið eitt stig út úr þessum leik. Einhvern veginn endaði þetta þannig að bæði lið horfa líklega á þetta sem tvö töpuð stig, hvorugt liðið getur verið sátt með þessi úrslit ef horft er á það hvernig leikurinn þróaðist.

Liverpool er nú í 2. sæti með 71 stig, jafnmörg stig og Arsenal sem er með betri markatölu. Manchester City er svo með stigi minna í 3. sætinu. Manchester United er áfram í 6. sæti og vonin um Meistaradeildarsæti að fjara út.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner