Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Feyenoord slátraði Ajax - Ísak upp í umspilssæti
Cole Campbell skoraði - Alfreð ekki í hóp
Ísak Bergmann.
Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kortrijk og Eupen berjast um að falla ekki úr belgísku deildinni.
Kortrijk og Eupen berjast um að falla ekki úr belgísku deildinni.
Mynd: Getty Images
Í Hollandi voru þrjú Íslendingalið í eldlínunni í dag. Í Eredivisie mættu Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax í heimsókn til Rotterdam og mættu þar Feyenoord.

Það er skemmst frá því að segja að Feyenoord rústaði Ajax í leiknum. Staðan í hálfleik var 3-0 og lokatölur urðu 6-0. Alls átti Feyenoord 30 tilraunir að marki Ajax gegn einungis einni tilraun frá gestunum. Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax og spilaði fyrri hálfleikinn. Ajax er í 6. sæti og á enn smá möguleika á sæti í Evrópudeildarumspili. Annars fer liðið í Sambandsdeildarumspil.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarlið GA Eagles gegn Almere og spilaði allan leikinn. Ernirnir komust yfir snemma leiks en Almere jafnaði skömmu síðar og lokatölurnar urðu 1-1. Ernirnir eru þremur stigum á eftir Ajax og fara líklega í Sambandsdeildarumspilið.

Í B-deildinni lék Elías Már Ómarsson allan leikinn þegar NAC Breda heimsótti Groningen. Lokatölur urðu 1-1 og er NAC í 7. sæti og fer að öllum líkindum í umspilið um sæti í efstu deild.

Í þýsku B-deildinni var Íslendingaslagur þegar Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Düsseldorf tóku á móti Eintracht Braunschweig. Ísak lék allan leikinn í dag og Þórir Jóhann Helgason lék fyrsta klukkutímann með Braunschweig.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Düsseldorf sem er nú komið upp í umspilssæti um sæti í efstu deild. Liðið er með stigi meira en HSV. Braunschweig er sem stendur í 16. sæti sem er fallumsspilssæti.

Í unglingadeildinni í Þýskalandi var Cole Campbell á skotskónum þegar U19 lið Dortmund vann Bochum, 4-2. Dortmund er langefst í deildinni. Campbell kom Dortmund í 3-1 á 28. mínútu.

Um helgina hófst fallumspilið í belgísku deildinni og í fyrstu umferð mættust Eupen og Kortrijk. Guðlaugur Vicor Pálsson var í byrjunarliði Eupen og lék allan leikinn gegn Frey Alexanderssyni og hans lærisveinum. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Eupen. Kortrijk komst yfir á 50. mínútu en Eupen jafnaði á 80. mínútu. Liðin eru jöfn með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner