Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Mainoo með aðra frábæra frammistöðu gegn Liverpool - Fjórir fá fimmu
Kobbie Mainoo elskar að spila gegn LIverpool
Kobbie Mainoo elskar að spila gegn LIverpool
Mynd: Getty Images
Gustavo Hamer var bestur á Bramall Lane
Gustavo Hamer var bestur á Bramall Lane
Mynd: Getty Images
Micky van de Ven skoraði glæsilegt mark í sigri Tottenham
Micky van de Ven skoraði glæsilegt mark í sigri Tottenham
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo bauð upp á aðra stórkostlega frammistöðu fyrir Manchester United gegn Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í dag.

Mainoo skoraði annað mark United í leiknum og átti flottan leik á miðsvæðinu í 2-2 jafntefli.

Hann var líka einn af bestu mönnum United sem vann Liverpool 4-3 í enska bikarnum í síðasta mánuði. Þá var Amad Diallo valinn bestur en í þetta sinn fékk Mainoo verðlaunin sem maður leiksins.

Casemiro, Marcus Rashford og Rasmus Höjlund fá allir fimm eins og Jarell Quansah, miðvörður Liverpool.

Man Utd: Onana (7), Dalot (7), Kambwala (7), Maguire (7), Wan-Bissaka (6), Mainoo (8), Casemiro (5), Rashford (5), Fernandes (7), Garnacho (6), Hojlund (5).
Varamenn: Antony (6), Amrabat (6), Mount (6).

Liverpool: Kelleher (6), Robertson (6), Van Dijk (7), Quansah (5), Bradley (6), Mac Allister (7), Endo (6), Szoboszlai (7), Diaz (7), Nunez (6), Salah (6).
Varamenn: Gomez (6), Jones (6), Gakpo (6), Elliott (7).

Gustavo Hamer var bestur er Sheffield United bjargaði stigi gegn Chelsea í 2-2 jafnteflinu á Bramall Lane í dag. Hann og Oli McBurnie fá 8 en Conor Gallagher, Thiago Silva og Noni Madueke voru bestir hjá Chelsea með 7.

Sheffield United: Grbic (6), Bogle (7), Holgate (6), Ahmedhodzic (6), Robinson (6), Trusty (6), Osborn (6), Arblaster (7), Hamer (8), McBurnie (8), Brereton Diaz (6).
Varamenn: Archer (6), McAtee (5), Souza (5).

Chelsea: Petrovic (5), Disasi (6), Silva (7), Chalobah (6), Cucurella (5), Caicedo (6), Fernandez (6), Palmer (6), Gallagher (7), Madueke (7), Jackson (6).
Varamenn: Mudryk (6), Chukwuemeka (5), Casadei (5), Badiashile (5).

Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven var maður leiksins í 3-1 sigri Tottenham á Nottingham Forest. Hann skoraði stórglæsilegt annað mark Tottenham í leiknum með þrumuskoti efst upp í vinstra hornið og átti þá fínasta leik í vörninni.

Van de ven fær 8 eins og Pedro Porro.

Tottenham: Vicario (7); Porro (8), Romero (7), Van de Ven (8), Udogie (7); Bissouma (6), Sarr (6); Johnson (6), Maddison (7), Werner (7); Son (7).
Varamenn: Hojbjerg (7), Bentancur (7), Lo Celso (6), Kulusevski (6).

Nott'm Forest: Sels (7); Williams (6), Omobamidele (6), Murillo (6), Aina (6); Yates (6), Danilo (6); Elanga (7), Gibbs-White (6), Hudson-Odoi (6); Wood (7).
Varamenn: Origi (6), Dominguez (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner