Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 20:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Patrick Pedersen kominn með 100 mörk í efstu deild
Patrick Pedersen í leiknum sem er í gangi.
Patrick Pedersen í leiknum sem er í gangi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen kom Val yfir gegn ÍA með skallamarki en leikurinn er í gangi á Hlíðarenda. Það er uppselt á leikinn og mikil stemning.

Markið var hundraðasta mark Pedersen í efstu deild en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Val í gegnum árin.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

Víðir Sigurðsson kemur inn á það í frétt á mbl.is að Patrick er sjötti fótboltamaðurinn í sögu Íslandsmótsins til að ná þriggja stafa tölu.

Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti í efstu deild í sögunni en hann skoraði 131 mark fyrir Fylki, ÍBV, FH og KR.

Ingi Björn Al­berts­son, Atli Viðar Björns­son, Guðmund­ur Steins­son og Steven Lennon hafa einnig skorað yfir 100 mörk í efstu deild Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner